Körfubolti

NBA: Clippers sá um Grizzlies

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikmenn LA Clippers
Leikmenn LA Clippers Mynd / Getty Images
Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þar ber helst að nefna fínan sigur LA Clippers gegn Memphis Grizzlies, 91-87, en leikurinn fór fram í Memphis.

Leikurinn var mjög spennandi allan tímann og var staðan til að mynda jöfn í hálfleik. Memphis leiddi leikinn þegar þrír leikhlutar voru búnir en drengirnir í LA Clippers voru mikið mun sterkari í fjórða leikhlutanum og unnu að lokum fínan sigur. DeAndre Jordan var atkvæðamestur í liði  Clippers með 16 stig en hjá Memphis var það Marc Gasol sem gerði 18 stig.

Bostin Celtics rúllaði yfir Orlando Magic, 120-88, í Amway-höllinni í Orlando. Það var alveg ljós frá byrjun í hvað stefndi og áttu heimamenn aldrei möguleika í þá grænklæddu. Courtney Lee var atkvæðamestur í liði Boston með tuttugu stig en hjá gestunum var það Tobias Harris sem skoraði 22 stig.

Úrslit:

Orlando Magic - Boston Celtics   88-120

Memphis Grizzlies – LA Clippers   87-91

Milwaukee Bucks – Charlotte Bobcats 85-95

Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns  93-105

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×