Körfubolti

Treyja Shaq hengd upp hjá Lakers

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LA Lakers ákvað að heiðra Shaquille O'Neal í gær með því að hengja upp treyju með númerinu hans, 34. Með því er ljóst að enginn annar leikmaður Lakers mun framvegis bera það númer á sinni treyju.

O'Neal var hjá Lakers í átta ár, frá 1996 til 2004. Á þeim tíma vann hann tvo meistaratitla en hann hætti svo árið 2011 eftir nítján ára feril.

Hann vann alls fjóra meistaratitla, var einu sinni valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar og þrívegis besti leikmaður lokaúrslitanna.

Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi fékk Shaq kveðju frá Kobe Bryant, leikmanni Lakers. Samband þeirra var sagt stirt á sínum tíma.

„Það er ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram. Ég verð að fá að óska þér til hamingju. Þú ert sá allra hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef séð spila. Stærðin og lipurðin. Bara náttúrulegir hæfileikar," sagði hann.

„Ég veit að þú spilaðir með öðrum félögum en þín verður fyrst og fremst minnst fyrir að spila með Lakers. Það sem þú gerðir fyrir þessa borg fer í sögubækurnar."

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×