Flórída afnemur lög um alþjóðleg ökuskírteini Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2013 11:53 Ökuskírteini okkar Íslendinga ætti að duga í Flórída. Ökuskírteinislögin hefðu stefnt ferðamannaiðnaðinum í tvísýnu. Rick Scott ríkisstjóri í Flórída hefur undirritað lög sem afnema nýleg lög frá 2012 sem gerðu öllum útlendingum skylt að framvísa alþjóðlegu ökuskírteini til að mega aka bíl í ríkinu. Ökuskírteinislögin voru sett á síðasta ári en gildistöku þeirra var frestað eftir hávær mótmæli frá m.a. stjórnvöldum í Kanada. Kanadamenn eru mjög fjölmennir meðal þeirra sem dvelja langdvölum í Flórída á vetrum. Viðstaddir staðfestingu nýja laganna sem felldu ökuskirteinislögin úr gildi voru m.a. fulltrúar kanadíska bifreiðaeigendafélagsins CAA og hins bandaríska, AAA. Eftir að hafa staðfest nýju lögin sagði ríkisstjórinn að Florida væri staðráðið í að verða öflugasta ferðamannasvæði heims og ökuskírteinislögin hefðu stefnt þeim fyrirætlunum í tvísýnu. Nú væri búið að vinda ofan af því og þúsundir starfa í ferðageiranum ekki lengur í hættu. Ferðamenn hvaðanæva úr heiminum gætu nú eins og áður komið til Florida og leigt sér þar bíla og ekið að vild um ríkið á þeim eða á eigin bílum á ökuskírteini eigin lands. AAA, samtök bandarískra bifreiðaeigenda fagna afnámi ökuskírteinislaganna og hversu fljótt löggjafarvaldið í Flórída brást við. Nú gætu Kanadamenn og aðrir íbúar norðlægra landa dvalið á Flórída og haldið áfram að kalla ríkið sitt vetrar-heimaland, ekið um að vild, öruggir um að lenda ekki í útistöðum við lögreglu og dómsvald fyrir að vera án alþjóðlegs ökuskírteinis. Óvissunni sem ökuskírteinislögin sköpuðu hefði verið eytt. Sendifulltrúar Bretlands, Þýskalands og Ítalíu sem viðstaddir voru afnám ökuskírteinislaganna tóku í sama streng og talsmaður AAA. Breski sendiherrann sagði að nú þyrftu þeir 1,5 milljón Bretar sem árlega dvelja á Flórída ekki að óttast neinar truflanir á ferðum sínum þar og svipað sögðu hinir sendiherrarnir. Afnám þessara umdeildu ökuskírteinislaga í Florida hefur sömu þýðingu fyrir Íslendinga eins og aðra Evrópubúa. Þeim verður ekki lögskylt að framvísa alþjóðlegu ökuskírteini ef lögregla biður um ökuskírteini, eða þegar tekinn er bílaleigubíll. En annað mál er að alþjóðlegt ökuskírteini er í raun þýðing á þeim réttindum sem ökuskírteini veitir og sérstakir alþjóðasamningar um þau eru í gildi. Íslenska ökuskírteinið er hins vegar eitt og sér fullgilt allsstaðar á evrópska efnahagssvæðinu. Utan þess, m.a. í mörgum ríkjum Bandaríkjanna og í Asíu og Eyjaálfu er alþjóðlegt ökuskírteini hins vegar nauðsynlegt fylgigagn, hyggist maður ferðast akandi. Heimild fréttar: FÍB. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Ökuskírteinislögin hefðu stefnt ferðamannaiðnaðinum í tvísýnu. Rick Scott ríkisstjóri í Flórída hefur undirritað lög sem afnema nýleg lög frá 2012 sem gerðu öllum útlendingum skylt að framvísa alþjóðlegu ökuskírteini til að mega aka bíl í ríkinu. Ökuskírteinislögin voru sett á síðasta ári en gildistöku þeirra var frestað eftir hávær mótmæli frá m.a. stjórnvöldum í Kanada. Kanadamenn eru mjög fjölmennir meðal þeirra sem dvelja langdvölum í Flórída á vetrum. Viðstaddir staðfestingu nýja laganna sem felldu ökuskirteinislögin úr gildi voru m.a. fulltrúar kanadíska bifreiðaeigendafélagsins CAA og hins bandaríska, AAA. Eftir að hafa staðfest nýju lögin sagði ríkisstjórinn að Florida væri staðráðið í að verða öflugasta ferðamannasvæði heims og ökuskírteinislögin hefðu stefnt þeim fyrirætlunum í tvísýnu. Nú væri búið að vinda ofan af því og þúsundir starfa í ferðageiranum ekki lengur í hættu. Ferðamenn hvaðanæva úr heiminum gætu nú eins og áður komið til Florida og leigt sér þar bíla og ekið að vild um ríkið á þeim eða á eigin bílum á ökuskírteini eigin lands. AAA, samtök bandarískra bifreiðaeigenda fagna afnámi ökuskírteinislaganna og hversu fljótt löggjafarvaldið í Flórída brást við. Nú gætu Kanadamenn og aðrir íbúar norðlægra landa dvalið á Flórída og haldið áfram að kalla ríkið sitt vetrar-heimaland, ekið um að vild, öruggir um að lenda ekki í útistöðum við lögreglu og dómsvald fyrir að vera án alþjóðlegs ökuskírteinis. Óvissunni sem ökuskírteinislögin sköpuðu hefði verið eytt. Sendifulltrúar Bretlands, Þýskalands og Ítalíu sem viðstaddir voru afnám ökuskírteinislaganna tóku í sama streng og talsmaður AAA. Breski sendiherrann sagði að nú þyrftu þeir 1,5 milljón Bretar sem árlega dvelja á Flórída ekki að óttast neinar truflanir á ferðum sínum þar og svipað sögðu hinir sendiherrarnir. Afnám þessara umdeildu ökuskírteinislaga í Florida hefur sömu þýðingu fyrir Íslendinga eins og aðra Evrópubúa. Þeim verður ekki lögskylt að framvísa alþjóðlegu ökuskírteini ef lögregla biður um ökuskírteini, eða þegar tekinn er bílaleigubíll. En annað mál er að alþjóðlegt ökuskírteini er í raun þýðing á þeim réttindum sem ökuskírteini veitir og sérstakir alþjóðasamningar um þau eru í gildi. Íslenska ökuskírteinið er hins vegar eitt og sér fullgilt allsstaðar á evrópska efnahagssvæðinu. Utan þess, m.a. í mörgum ríkjum Bandaríkjanna og í Asíu og Eyjaálfu er alþjóðlegt ökuskírteini hins vegar nauðsynlegt fylgigagn, hyggist maður ferðast akandi. Heimild fréttar: FÍB.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent