Kínverskir BAIC bílar byggðir á Benz Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2013 09:15 Mercedes Benz á 12% hlutafjár í BAIC og hyggst ávaxta þann hlut vel. Mercedes Benz á aðeins á brattann að sækja í Kína og er langt á eftir hinum þýskum bílaframleiðendunum í sölu þar. Þeir keyptu sig um daginn inní kínverska bílafyrirtækið BAIC Motor og eiga nú 12% hlutafjár þar. Það var gert til að komast í sölukerfi þeirra, en einnig með samstarf um smíði í huga. Nú þykir líklegt að BAIC fái að smíða bíla með undirvagni frá Mercedes Benz og jafnvel fleiri íhlutum og þykir mörgum það ansi langt gengið hjá Benz og að þeir séu hressilega að taka niður fyrir sig. Var þetta haft eftir Daimler sem er móðurfyrirtæki Mercedes Benz. BAIC hyggst fara á hlutabréfamarkað í Kína á næstunni og elta með því stærri kínversku bílaframleiðendurna Dongfeng Motor og Geely, sem báðir selja meira af bílum en BAIC. Það hugnast Daimler og gæti aukið mjög verðmæti hlutar þess. Sala Mercedes Benz bíla í Kína var 26.829 síðustu tvo mánuði samtals en á sama tíma seldi Audi 67.946 bíla. Minnkaði sala Benz um 20%, en sala Audi jókst um 16%. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent
Mercedes Benz á 12% hlutafjár í BAIC og hyggst ávaxta þann hlut vel. Mercedes Benz á aðeins á brattann að sækja í Kína og er langt á eftir hinum þýskum bílaframleiðendunum í sölu þar. Þeir keyptu sig um daginn inní kínverska bílafyrirtækið BAIC Motor og eiga nú 12% hlutafjár þar. Það var gert til að komast í sölukerfi þeirra, en einnig með samstarf um smíði í huga. Nú þykir líklegt að BAIC fái að smíða bíla með undirvagni frá Mercedes Benz og jafnvel fleiri íhlutum og þykir mörgum það ansi langt gengið hjá Benz og að þeir séu hressilega að taka niður fyrir sig. Var þetta haft eftir Daimler sem er móðurfyrirtæki Mercedes Benz. BAIC hyggst fara á hlutabréfamarkað í Kína á næstunni og elta með því stærri kínversku bílaframleiðendurna Dongfeng Motor og Geely, sem báðir selja meira af bílum en BAIC. Það hugnast Daimler og gæti aukið mjög verðmæti hlutar þess. Sala Mercedes Benz bíla í Kína var 26.829 síðustu tvo mánuði samtals en á sama tíma seldi Audi 67.946 bíla. Minnkaði sala Benz um 20%, en sala Audi jókst um 16%.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent