Bílar

Lét drauminn rætast

Finnur Thorlacius skrifar
Keypti uppáhaldsbílinn Oldsmobile 442 af árgerð 1969 í Bandaríkjunum.

Haustið 2012 lét Eiríkur Ingvarsson gamlan draum rætast og keypti Oldsmobile 442 fornbíl af árgerð 1969 frá Bandaríkjunum. Eiríkur hafði átt tvo Oldsmobile bíla þegar hann var ungur. Eiríki fannst þó ávallt 442 bíllinn mest spennandi af öllum Oldsmobile bílum. Stafirnir 442 standa fyrir fjögurra hólfa blöndung, fjögurra gíra skiptingu og tvöfat pústkerfi. Oldsmobile 442 er sambærilegur bíll og Pontiac GTO og Chevrolet Seville SS, sannkallaðir kraftabílar.

Leitin hófst

Eiríkur hafði leitað, ásamt Brynjari syni hans, að rétta bílnum á uppoðsvefnum Ebay en fékk svo Ingimar hjá IB áSelfossi í lið með mér og þá fóru hjólin að snúast. Tveimur mánuðum síðar var bíllinn kominn til landsins og á skráningarnúmerið X-442. "Það var mjög spennandi ferli að kaupa bílinn og ekki síður þegar við settum hann á lyftuna hjá IB og grandskoðuðum hann og í ljós kom að allt var meira og minna endurnýjað. Það er viss áhætta fólgin í því að kaupa bíl á þennan hátt og einhverjir hafa víst brennt sig á því", sagði Eiríkur.

Er frá "muslecar"-tímabilinu

Oldsmobile 442 var fyrst framleiddur 1964 en það ár hófst einmitt svokallað "musclecar"-tímabil þar sem amerískir bílaframleiðendur kepptu í hestaflafjölda, hraða og snerpu. Mælikvarðinn var hversu fljótir bílar voru í hundraðið eða hversu snöggir kvartmíluna. Hestöflum fjölgaði ár frá ári eða allt þar til um 1972 að farið var að spá í bensíneyðslu og mengun bíla. Framleiðslu Oldsmobile 442 var hætt árið 1985.

Álíka flókið að gera við og hjólbörur

Tæknilega séð eru þessir bílar hálfgerðar risaeðlur miðað við bíla í dag og félagar mínir sem þekkja þessa bíla vel ganga að viðgerðum á þeim líkt og á hjólbörum. Eiríkur segir að það sem hann fái út úr því að eiga fornbíl sé að miklu leiti félagsskapur annara bílaáhugamanna og bílaklúbbarnir, sem standa fyrir dagskrá allt árið. Þeir koma saman á bílunum á sumrin við ýmis tækifæri og þá er alltaf gaman. Það að fara á góðviðrisdegi á rúntinn og kaupa sér í ser einnig gefandi og þá er gjarnan spiluð önnur tónlist en hljómar vanalega í flölskyldubílnum.

Oldsmobile 442 á heimaslóð við Ölfusána á Selfossi





×