Hanna snjóbretti fyrir Nikita Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. mars 2013 09:30 Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir hafa rekið hönnunarfyrirtækið Tulipop frá árinu 2010. Þær stöllur hlutu hvatningarverðlaun FKA í janúar fyrir að standa framarlega í íslensku viðskipta- og atvinnulífi, en vörur Tulipop seldar á Íslandi og víðsvegar um Evrópu. Á HönnunarMars kynntu þær til leiks snjóbretti sem þær hönnuðu fyrir útivistarfyrirtækið Nikita. „Tulipop er ævintýraheimur, nánar tiltekið eyja þar sem 13 ólíkir karakterar búa. Við Helga höfum þróað úrval af skemmtilegum gjafavörum með þessum karakterum forgrunni eins og matarstell, ritafangalínu og lampa þar sem markmiðið er að ná til sem flestra aldurshópa. Einnig gáfum við út bókina Mánasöngvarann í samstarfi við rithöfundinn Margréti Örnólfsdóttir fyrir jólin þar sem persónurnar voru gæddar lífi", segir Signý Kolbeinsdóttir um hugmyndina á bak við Tulipop.Hér eru brettin til sýnis í ATMO á HönnunarMars.Hvernig kom samstarfið við Nikita til? „Ég hafði áður unnið nokkur „freelance" verkefni fyrir Nikita og við Helga ákváðum bara að spyrja hvort það væri ekki eitthvað sniðugt sem við gætum gert saman. Rúnar, sem er einn af stofnendum Nikita, stakk upp á snjóbrettum og við slógum til. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og við lítum á þetta sem gríðarlega stórt tækifæri fyrir Tulipop að komast inn á erlenda markaði."Signý og Helga, eigendur Tulipop.Hvar og hvenær verður hægt að kaupa brettin? „Þau verður hægt að kaupa næsta vetur en við vitum í rauninni ekki nákvæmlega hvar brettin verða seld. Nikita er nú í eigu sportvörurisans Amer Sport, sem er einn stærsti íþróttavöruframleiðandi í heimi, þannig að brettin verða líklegast seld sem víðast í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Nikita vörurnar eru seldar í um 1500 búðum í 30 löndum, en það er ólíklegt að þau verði seld hér heima þar sem að starfsemi Nikita er alveg farin út fyrir landssteinanna."Brettin sem Tulipop hannaði fyrir Nikita eru litrík og falleg fyrir augað.Er eitthvað spennandi framundan hjá Tulipop? „Já, við erum að fara setja á markað nýjar týpur af melamine matarstellum sem hafa verið mjög vinsæl og svo ýmislegt sem ekki er hægt að greina frá að svo stöddu. En það er óhætt að segja að það sé margt spennandi í pípunum og skemmtilegir tímar framundan." Hægt er að skoða meira um veröld Tulipop á tulipop.is og facebook.com/tulipop HönnunarMars Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir hafa rekið hönnunarfyrirtækið Tulipop frá árinu 2010. Þær stöllur hlutu hvatningarverðlaun FKA í janúar fyrir að standa framarlega í íslensku viðskipta- og atvinnulífi, en vörur Tulipop seldar á Íslandi og víðsvegar um Evrópu. Á HönnunarMars kynntu þær til leiks snjóbretti sem þær hönnuðu fyrir útivistarfyrirtækið Nikita. „Tulipop er ævintýraheimur, nánar tiltekið eyja þar sem 13 ólíkir karakterar búa. Við Helga höfum þróað úrval af skemmtilegum gjafavörum með þessum karakterum forgrunni eins og matarstell, ritafangalínu og lampa þar sem markmiðið er að ná til sem flestra aldurshópa. Einnig gáfum við út bókina Mánasöngvarann í samstarfi við rithöfundinn Margréti Örnólfsdóttir fyrir jólin þar sem persónurnar voru gæddar lífi", segir Signý Kolbeinsdóttir um hugmyndina á bak við Tulipop.Hér eru brettin til sýnis í ATMO á HönnunarMars.Hvernig kom samstarfið við Nikita til? „Ég hafði áður unnið nokkur „freelance" verkefni fyrir Nikita og við Helga ákváðum bara að spyrja hvort það væri ekki eitthvað sniðugt sem við gætum gert saman. Rúnar, sem er einn af stofnendum Nikita, stakk upp á snjóbrettum og við slógum til. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og við lítum á þetta sem gríðarlega stórt tækifæri fyrir Tulipop að komast inn á erlenda markaði."Signý og Helga, eigendur Tulipop.Hvar og hvenær verður hægt að kaupa brettin? „Þau verður hægt að kaupa næsta vetur en við vitum í rauninni ekki nákvæmlega hvar brettin verða seld. Nikita er nú í eigu sportvörurisans Amer Sport, sem er einn stærsti íþróttavöruframleiðandi í heimi, þannig að brettin verða líklegast seld sem víðast í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Nikita vörurnar eru seldar í um 1500 búðum í 30 löndum, en það er ólíklegt að þau verði seld hér heima þar sem að starfsemi Nikita er alveg farin út fyrir landssteinanna."Brettin sem Tulipop hannaði fyrir Nikita eru litrík og falleg fyrir augað.Er eitthvað spennandi framundan hjá Tulipop? „Já, við erum að fara setja á markað nýjar týpur af melamine matarstellum sem hafa verið mjög vinsæl og svo ýmislegt sem ekki er hægt að greina frá að svo stöddu. En það er óhætt að segja að það sé margt spennandi í pípunum og skemmtilegir tímar framundan." Hægt er að skoða meira um veröld Tulipop á tulipop.is og facebook.com/tulipop
HönnunarMars Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira