Eru eyðslutölur bílaframleiðendanna skáldskapur? Finnur Thorlacius skrifar 21. mars 2013 10:01 Fullyrt er að framleiðendur beiti ýmsum bellibrögðum til að ná fram óraunhæfum eyðslutölum. Margir hljóta að velta fyrir sér af hverju nýi bíllinn þeirra nái aldrei þeirri lágu eyðslutölu sem uppgefin er af framleiðanda. Nýleg bresk könnun bendir til þess að þess sé einmitt ekki að vænta, enda gefi þeir svo til allir vísvitandi upp rangar tölur. Raunveruleg eyðsla sé að jafnaði 25% hærri en sú uppgefna. Það voru samtökin The Transport & Environment Campaign Group sem stóð að tilraununum sem leiddu til þessarar niðurstaðna. Þar á bæ er fullyrt að framleiðendur beiti allrahanda trikkum til að handstýra niðurstöðum um bæði eyðslu og mengun bíla sinna. Svo langt ganga samtökin að fullyrða að bílaframleiðendurnir meðal annars lími fyrir öll op og ójöfnur bíla sinna, þar á meðal á grillum þeirra, til að minnka loftmótsstöðuna, aki þeim við ofurheitar aðstæðu, slökkvi á öllu því sem gengur fyrir rafmagni og setji undir bílana dekk með agnarlitla viðnámi, sem séu ekki þau dekk sem bílarnir eru seldir með. Með þessu móti nái þeir að sjálfsögðu fram frábærum niðurstöðum um eyðslu þeirra, en þær rými engan veginn við þann raunveruleika sem neytendur síðan upplifa. Samtökin segja ennfremur að ástandið hafi versnað mjög á síðustu árum og til dæmis í Þýskalandi hafi eyðslutölur framleiðendanna verið að jafnaði 7% of lágar árið 2001 en 23% of lágar árið 2011. Dæmi séu reyndar um, fyrir vissar bílgerðir, að raunveruleg eyðsla sé 50% hærri en gefið er upp. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent
Fullyrt er að framleiðendur beiti ýmsum bellibrögðum til að ná fram óraunhæfum eyðslutölum. Margir hljóta að velta fyrir sér af hverju nýi bíllinn þeirra nái aldrei þeirri lágu eyðslutölu sem uppgefin er af framleiðanda. Nýleg bresk könnun bendir til þess að þess sé einmitt ekki að vænta, enda gefi þeir svo til allir vísvitandi upp rangar tölur. Raunveruleg eyðsla sé að jafnaði 25% hærri en sú uppgefna. Það voru samtökin The Transport & Environment Campaign Group sem stóð að tilraununum sem leiddu til þessarar niðurstaðna. Þar á bæ er fullyrt að framleiðendur beiti allrahanda trikkum til að handstýra niðurstöðum um bæði eyðslu og mengun bíla sinna. Svo langt ganga samtökin að fullyrða að bílaframleiðendurnir meðal annars lími fyrir öll op og ójöfnur bíla sinna, þar á meðal á grillum þeirra, til að minnka loftmótsstöðuna, aki þeim við ofurheitar aðstæðu, slökkvi á öllu því sem gengur fyrir rafmagni og setji undir bílana dekk með agnarlitla viðnámi, sem séu ekki þau dekk sem bílarnir eru seldir með. Með þessu móti nái þeir að sjálfsögðu fram frábærum niðurstöðum um eyðslu þeirra, en þær rými engan veginn við þann raunveruleika sem neytendur síðan upplifa. Samtökin segja ennfremur að ástandið hafi versnað mjög á síðustu árum og til dæmis í Þýskalandi hafi eyðslutölur framleiðendanna verið að jafnaði 7% of lágar árið 2001 en 23% of lágar árið 2011. Dæmi séu reyndar um, fyrir vissar bílgerðir, að raunveruleg eyðsla sé 50% hærri en gefið er upp.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent