Audi hefur ekki undan að framleiða A6 og A7 Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2013 10:15 Mestu munar um mikla eftirspurn eftir þeim í Bandaríkjunum. Bæta hefur þurft við vöktum í verksmiðju Audi í Neckarsulm í Þýskalandi svo hafa megi undan mikilli eftirspurn í A6 og A7 bílana. Audi hefur framleitt 2.600 fleiri bíla af þessum tveimur gerðum það sem af er ári en áætlanir stóðu til um. Verksmiðjan í Neckarsulm er næststærsta verksmiðja Audi, eftir þeirri í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Það er ekki síst vegna mikillar eftirspurnar í Bandaríkjunum sem Audi hefur þurft að auka framleiðslu sína. Sala þangað af A6 og A7, auk S-gerða beggja bílanna telur 3.915 stykki það sem af er ári. Sala Audi bíla gengur svo vel á þessu ári að hún er aðeins rétt undir sölu BMW, en það var ekki í plönum Audi að ná BMW í sölu fyrr en við enda áratugarins. Audi er bæði að stækka verksmiðju sína í Ungverjalandi og byggja nýja í Foshan í Kína, sem opnar í ár. Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent
Mestu munar um mikla eftirspurn eftir þeim í Bandaríkjunum. Bæta hefur þurft við vöktum í verksmiðju Audi í Neckarsulm í Þýskalandi svo hafa megi undan mikilli eftirspurn í A6 og A7 bílana. Audi hefur framleitt 2.600 fleiri bíla af þessum tveimur gerðum það sem af er ári en áætlanir stóðu til um. Verksmiðjan í Neckarsulm er næststærsta verksmiðja Audi, eftir þeirri í höfuðstöðvunum í Ingolstadt. Það er ekki síst vegna mikillar eftirspurnar í Bandaríkjunum sem Audi hefur þurft að auka framleiðslu sína. Sala þangað af A6 og A7, auk S-gerða beggja bílanna telur 3.915 stykki það sem af er ári. Sala Audi bíla gengur svo vel á þessu ári að hún er aðeins rétt undir sölu BMW, en það var ekki í plönum Audi að ná BMW í sölu fyrr en við enda áratugarins. Audi er bæði að stækka verksmiðju sína í Ungverjalandi og byggja nýja í Foshan í Kína, sem opnar í ár.
Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent