Ágústa Eva gagnrýnir AA-samtökin 27. mars 2013 14:30 Ágústa Eva Erlendsdóttir. Myndir/Rafael Pinho Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir efast um ágæti AA-samtakanna og telur gloppu í heilbrigðiskerfinu að ætla æðri mætti að sjá um fíklana. Þetta kemur fram í viðtali við hana í tímaritinu Nýtt líf. Ágústa Eva prýðir forsíðu blaðsins og segir einnig frá góðri vinkonu sinni, Susie Rut og systur sinni Sunnu sem báðar létust af völdum fíknar. Ágústa Eva sannfærðist um að hún væri alkóhólisti þegar hún gekk fyrir rælni inn á AA fund, rúmlega tvítug að aldri. Þá tók á móti henni hópur karlmanna á fimmtugsaldri sem allir áttu jafn erfitt. Í viðtalinu lýsir hún eigin vanlíðan og segist hafa liðið eins og hún væri að koma loks heim. Heill her fólks var tilbúinn til að hjálpa henni að láta sér sér líða betur og hún sveif á skýi, að eigin sögn. "Það er ekki þar með sagt að þetta sé gallalaust batterí. Ég var þarna í fimm ár og fór tvo til þrjá sporahringi á ári, sem er nokkuð mikið. Þetta varð ein hringavitleysa, aftur og aftur sama liðið, á misjöfnum stað með misjafnt siðferði. Ég þreyttist og fannst ég ekki komast á neitt hærra plan. Það eru sannarlega margir sem fá hjálp á þessum stað en fáir heilbrigðir einstaklingar sem hafa þolinmæði fyrir þetta í áraraðir. AA-samtökin eru því tvíeggja sverð. Þau eru jafnhættuleg og þau geta verið góð og það er gloppa í heilbrigðiskerfinu,“ segir Ágústa Eva í viðtalinu. Hún segir samtökin vera pytt fyrir allskonar fólk sem á það sameiginlegt að líða illa. "Þar er líka fólk sem sækist í að ráðskast með líf annarra, af þeim eigingjörnu ástæðum að lækna sjálft sig. Ég trúi því ekki að alkóhólismi sé sjúkdómur. Fólk getur verið með allskyns geðveilur og ástæður fyrir því að misnota áfengi. Samtökin geta ekki læknað geðsjúkdóma né siðblindu en þar er engu að síður unnið eins og allir séu með sama sjúkdóminn,“ segir Ágústa Eva en lesa má viðtalið í heild sinni í nýútkomnu tölublaði Nýs lífs. Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira
Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir efast um ágæti AA-samtakanna og telur gloppu í heilbrigðiskerfinu að ætla æðri mætti að sjá um fíklana. Þetta kemur fram í viðtali við hana í tímaritinu Nýtt líf. Ágústa Eva prýðir forsíðu blaðsins og segir einnig frá góðri vinkonu sinni, Susie Rut og systur sinni Sunnu sem báðar létust af völdum fíknar. Ágústa Eva sannfærðist um að hún væri alkóhólisti þegar hún gekk fyrir rælni inn á AA fund, rúmlega tvítug að aldri. Þá tók á móti henni hópur karlmanna á fimmtugsaldri sem allir áttu jafn erfitt. Í viðtalinu lýsir hún eigin vanlíðan og segist hafa liðið eins og hún væri að koma loks heim. Heill her fólks var tilbúinn til að hjálpa henni að láta sér sér líða betur og hún sveif á skýi, að eigin sögn. "Það er ekki þar með sagt að þetta sé gallalaust batterí. Ég var þarna í fimm ár og fór tvo til þrjá sporahringi á ári, sem er nokkuð mikið. Þetta varð ein hringavitleysa, aftur og aftur sama liðið, á misjöfnum stað með misjafnt siðferði. Ég þreyttist og fannst ég ekki komast á neitt hærra plan. Það eru sannarlega margir sem fá hjálp á þessum stað en fáir heilbrigðir einstaklingar sem hafa þolinmæði fyrir þetta í áraraðir. AA-samtökin eru því tvíeggja sverð. Þau eru jafnhættuleg og þau geta verið góð og það er gloppa í heilbrigðiskerfinu,“ segir Ágústa Eva í viðtalinu. Hún segir samtökin vera pytt fyrir allskonar fólk sem á það sameiginlegt að líða illa. "Þar er líka fólk sem sækist í að ráðskast með líf annarra, af þeim eigingjörnu ástæðum að lækna sjálft sig. Ég trúi því ekki að alkóhólismi sé sjúkdómur. Fólk getur verið með allskyns geðveilur og ástæður fyrir því að misnota áfengi. Samtökin geta ekki læknað geðsjúkdóma né siðblindu en þar er engu að síður unnið eins og allir séu með sama sjúkdóminn,“ segir Ágústa Eva en lesa má viðtalið í heild sinni í nýútkomnu tölublaði Nýs lífs.
Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Sjá meira