Körfubolti

Ótrúlegri sigurgöngu Miami lokið

LeBron situr hér svekktur á gólfinu í nótt.
LeBron situr hér svekktur á gólfinu í nótt. vísir/getty
Næstlengstu sigurgöngu í sögu NBA-deildarinnar lauk í nótt. Þá náði Chicago Bulls að leggja Miami Heat af velli og stöðva um leið 27 leikja sigurgöngu liðsins.

Frábær sigur hjá Chicago og ekki síst í ljósi þess að liðið var án Derrick Rose sem og Joakim Noah, Marco Bellinelli og Richard Hamilton.

Luol Deng fór mikinn í liði Bulls en hann skoraði 28 stig og tók 7 fráköst. Carlos Boozer skoraði 21 stig og tók 17 fráköst.

LeBron James skoraði 32 stig, gaf 7 stoðsendingar og varði fjögur skot fyrir Miami. Chris Bosh skoraði 21 stig og Dwyane Wade 18.

"Ég talaði um sigurgönguna í fyrsta skipti eftir leikinn. Þetta var mikil reynsla fyrir okkur og eitthvað sem verður gaman að horfa til baka á síðar. Við munum átta okkur á mikilvægi þessa síðar á ferlinum," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami.

Úrslit:

Toronto-Atlanta 88-107

Philadelphia-Milwaukee 100-92

Charlotte-Orlando 114-108

Cleveland-Boston 92-93

NY Knicks-Memphis 108-101

Chicago-Miami 101-97

New Orleans-LA Clippers 91-105

Houston-Indiana 91-100

Oklahoma-Washington 103-80

Minnesota-LA Lakers 117-120

San Antonio-Denver 100-99

Utah-Phoenix 103-88

Golden State-Sacramento 98-105

Portland-Brooklyn 93-111

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×