Körfubolti

Segist vera sá fljótasti í NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Wall.
John Wall. Mynd/AP
John Wall, leikmaður Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta, er ekki sammála þeirri fullyrðingu að Russell Westbrook hjá Oklahoma City Thunder sé fljótasti leikmaðurinn í NBA-deildinni í dag.

„Nei ég er ekki samála því ég myndi segja að ég væri sá fljótasti," sagði John Wall í viðtali við The Oklahoman eftir að Washington Wizards liðið tapaði fyrir Russell Westbrook og félögum í OKC.

Wall dróg síðan aðeins í land og sagði að hann ætti að vera í umræðunni en það kæmu fleiri til greina.

„Westbrook kemur til greina, sem og Derrick (Rose) ef hann er heill og þá er Mike Conley nokkuð fljótur. Ty Lawson er líka hraður en ég myndi samt setja mig sjálfan í fyrsta sætið," sagði Wall fullur sjálfstrausts.

John Wall er með 16,8 stig og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í NBA-deildinni í vetur en hann hefur gerbreytt Washington-liðinu eftir að hann kom inn eftir meiðsli.

Washington Wizards hefur unnið 21 af 38 leikjum með hann innanborðs en náði aðeins að vinna 5 af 33 leikjum án hans.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×