Brautryðjandinn breytir um svip Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2013 09:30 RAV4 að kljást við vegleysur á Spáni Hefur lengst um 20 cm og innanrými því aukist mikið. Toyota RAV4 - reynsluakstur Bíllinn sem ruddi jepplingabrautina, Toyota RAV4 er nú kominn til sölu af fjórðu kynslóð og gerbreyttur bíll frá forvera sínum. Hann er sannarlega orðinn mun fríðari, en líka talsvert lengri. RAV4 var ávallt frekar stuttur bíll og Toyota menn hafa ekki viljað að hann sé eftirbátur annarra jepplinga í lengd og innanrými og tóku þá gáfulegu ákvörðun að lengja bílinn um 20,5 cm. Nú er slagurinn orðinn heldur betur harður og fjölmennur í jepplingaflokknum og það er af sem áður var er Toyota átti sviðið í þessum flokki bíla. Nú losa tegundir jepplinga sem boðnir eru tvo tugi, en markaðurinn fyrir þá fer reyndar ört stækkandi á kostnað venjulegra fólksbíla. Það er því eins gott fyrir Toyota að vera með frambærilegan bíl í flokknum og það hefur tekist. Toyota RAV4 var reyndur á dögunum í strandbænum Sitges suður af Barcelona. Rásfastur en með mjúka fjöðrun Reyndur var bíll með bensínvél, en hún er tveggja lítra og 151 hestafl. Þessi vél er hvorki aflmikil né löt, en virkar best þegar henni er haldið á nokkrum snúningi. Beinskiptur er bíllinn ári skemmtilegur og með sex gíra í höndunum og hlykkjótta sveitavegi var mjög gaman að finna þau mörk sem bíllinn hefur í akstri. Uppsetning undirvagnsins og fjöðrunar er ákveðin málamiðlun í þessum bíl sem mörgum öðrum. Hún er samt nokkuð mjúk sem henta mun flestum kaupendum bílsins þó yngri eigendur hans hefði e.t.v. kosið hana stífari. Við frísklegan akstur finnst vel hve stöðugleikabúnaður og skrikvörn bílsins vinnur vel við að halda honum á veginum og mörg voru tækifærin til að prófa slíkt. Farin var meðal annars torfær malarkafli skipulagður af Toyota, einskonar þrautabraut þar sem reyndi mjög á veggrip bílsins og stöðugleika og þoldi hann gríðarmikil átök á þeim kafla og verður því að hrósa fyrir vikið. Bíllinn gleypir vel allar ójöfnur og þrátt fyrir mjúka fjöðrunina hallar ekki svo mikið í beygjum. Eina nýjung í RAV4 verður að minnast sérstaklega á en það er Sport-takki sem breytir vélarhegðun, skiptingu og stýri og gerir bílinn sportlegri í hegðun. Svona búnaður er oftast að finna í mun dýrari bílum og fær Toyota hrós fyrir það. Ekki fer á milli mála að RAV4 er orðinn sportlegri í hreyfingum, rétt eins og útlitið hefur einmitt breyst. Dísilútgáfan gæti orðið vinsælli RAV4 má einnig fá með 2,2 lítra dísilvél, en vart hafa selst nokkrir slíkir bílar hérlendis, þó Toyota hafi framleitt síðstu kynslóð með dísilvél. Dísilbíllinn, 150 hestöfl, var reyndur eftir að heim var komið og þá með sjálfskiptingu. Sá bíll er ekki síður ágætur og ekki fer hjá því að sjálfskipting henti einmitt bílnum vel með dísilvél vegna þess lægra snúningssviðs sem hún vinnur best á. Bæði bensín- og dísilbíllinn kosta 6,3 milljónir af ódýrustu gerð og er það óvenjulegt að dísilútgáfa sé á sama verði og bensínbíll. Því má búast við því að hann verði fullt eins vinsæll, ef ekki vinsælli nú. Leggja þarf út hálfa milljón aukalega fyrir sjálfskiptinguna á bensínbílnum, en heilar 900 þúsund krónur á dísilbílnum. Þar hlýtur stökk upp um vörugjaldsflokk að vera um að kenna. Fyrir vikið verður freistandi að kaupa bílinn beinskiptan, enda mjög fínn þannig. Mikið stækkað innanrými en áfram sama veghæð Innanrými RAV4 hefur bæði stækkað mikið og fríkkað. Það hefur auðvitað mikið að segja að lengja bílinn um heila 20 sentimetra og verður aftursætisrými og skottpláss afar gott fyrir vikið. Skottrýmið er það stærsta í þessum flokki bíla. Mælaborðið er þægilega einfalt og mikinn svip setur aðgerðaskjár þar sem stjórna má mörgu í bílnum, en hann er einnig bakkmyndavél. Framsætunum í bílnum þarf sérstaklega að hrósa, þau halda vel utanum ökumann, svo vel að hreyfing er lítil við frísklegan akstur og þau þreyta bílstjóra ekki. Fótarými er svo gott í aftursæti að leit er að svo stórum manni að hann komist ekki vel fyrir. Höfuðrými er yfrið í öllum sætum bílsins og olnbogarými einnig gott. Hljóðeinangrun hefur greinilega verið verulega bætt í bílnum og heyrist mjög lítið í vél, vegi eða vindi. Eina sem finna má að innréttingunni er að nokkrir stjórntakkar eru fyrir neðan hinn fallega leðurklædda stall sem er neðan skjásins og lofttúðanna og fyrir vikið sjást þeir varla og í raun verður að halla sér aftur til að sjá þá. Veghæð bílsins er áfram 19 cm sem er hentugt fyrir erfiðari vegi og ófærð í snjó. Í heildina er breytingin á RAV4 mjög góð og einnig mjög mikil. Búast má við því að fjölmargir núverandi eigendur RAV4 hafi beðið eftir þessum bíl og hugsi sér að endurnýja. Sú bið var vel þess virði. Kostir: Mikið innanrými, fínir aksturseiginleikar Ókostir: Staðsetning nokkurra stjórntakka, frekar hátt verð 2,0 bensínvél, 151 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 7,3 l./100 km í bl. akstri Mengun: 169 g/km CO2 Hröðun: 9,9 sek. Hámarkshraði: 185 km/klst Verð: 6.300.000 kr. Umboð: Toyota á ÍslandiRAV4 er nú mun laglegri bíll með sportlega rlínur. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Hefur lengst um 20 cm og innanrými því aukist mikið. Toyota RAV4 - reynsluakstur Bíllinn sem ruddi jepplingabrautina, Toyota RAV4 er nú kominn til sölu af fjórðu kynslóð og gerbreyttur bíll frá forvera sínum. Hann er sannarlega orðinn mun fríðari, en líka talsvert lengri. RAV4 var ávallt frekar stuttur bíll og Toyota menn hafa ekki viljað að hann sé eftirbátur annarra jepplinga í lengd og innanrými og tóku þá gáfulegu ákvörðun að lengja bílinn um 20,5 cm. Nú er slagurinn orðinn heldur betur harður og fjölmennur í jepplingaflokknum og það er af sem áður var er Toyota átti sviðið í þessum flokki bíla. Nú losa tegundir jepplinga sem boðnir eru tvo tugi, en markaðurinn fyrir þá fer reyndar ört stækkandi á kostnað venjulegra fólksbíla. Það er því eins gott fyrir Toyota að vera með frambærilegan bíl í flokknum og það hefur tekist. Toyota RAV4 var reyndur á dögunum í strandbænum Sitges suður af Barcelona. Rásfastur en með mjúka fjöðrun Reyndur var bíll með bensínvél, en hún er tveggja lítra og 151 hestafl. Þessi vél er hvorki aflmikil né löt, en virkar best þegar henni er haldið á nokkrum snúningi. Beinskiptur er bíllinn ári skemmtilegur og með sex gíra í höndunum og hlykkjótta sveitavegi var mjög gaman að finna þau mörk sem bíllinn hefur í akstri. Uppsetning undirvagnsins og fjöðrunar er ákveðin málamiðlun í þessum bíl sem mörgum öðrum. Hún er samt nokkuð mjúk sem henta mun flestum kaupendum bílsins þó yngri eigendur hans hefði e.t.v. kosið hana stífari. Við frísklegan akstur finnst vel hve stöðugleikabúnaður og skrikvörn bílsins vinnur vel við að halda honum á veginum og mörg voru tækifærin til að prófa slíkt. Farin var meðal annars torfær malarkafli skipulagður af Toyota, einskonar þrautabraut þar sem reyndi mjög á veggrip bílsins og stöðugleika og þoldi hann gríðarmikil átök á þeim kafla og verður því að hrósa fyrir vikið. Bíllinn gleypir vel allar ójöfnur og þrátt fyrir mjúka fjöðrunina hallar ekki svo mikið í beygjum. Eina nýjung í RAV4 verður að minnast sérstaklega á en það er Sport-takki sem breytir vélarhegðun, skiptingu og stýri og gerir bílinn sportlegri í hegðun. Svona búnaður er oftast að finna í mun dýrari bílum og fær Toyota hrós fyrir það. Ekki fer á milli mála að RAV4 er orðinn sportlegri í hreyfingum, rétt eins og útlitið hefur einmitt breyst. Dísilútgáfan gæti orðið vinsælli RAV4 má einnig fá með 2,2 lítra dísilvél, en vart hafa selst nokkrir slíkir bílar hérlendis, þó Toyota hafi framleitt síðstu kynslóð með dísilvél. Dísilbíllinn, 150 hestöfl, var reyndur eftir að heim var komið og þá með sjálfskiptingu. Sá bíll er ekki síður ágætur og ekki fer hjá því að sjálfskipting henti einmitt bílnum vel með dísilvél vegna þess lægra snúningssviðs sem hún vinnur best á. Bæði bensín- og dísilbíllinn kosta 6,3 milljónir af ódýrustu gerð og er það óvenjulegt að dísilútgáfa sé á sama verði og bensínbíll. Því má búast við því að hann verði fullt eins vinsæll, ef ekki vinsælli nú. Leggja þarf út hálfa milljón aukalega fyrir sjálfskiptinguna á bensínbílnum, en heilar 900 þúsund krónur á dísilbílnum. Þar hlýtur stökk upp um vörugjaldsflokk að vera um að kenna. Fyrir vikið verður freistandi að kaupa bílinn beinskiptan, enda mjög fínn þannig. Mikið stækkað innanrými en áfram sama veghæð Innanrými RAV4 hefur bæði stækkað mikið og fríkkað. Það hefur auðvitað mikið að segja að lengja bílinn um heila 20 sentimetra og verður aftursætisrými og skottpláss afar gott fyrir vikið. Skottrýmið er það stærsta í þessum flokki bíla. Mælaborðið er þægilega einfalt og mikinn svip setur aðgerðaskjár þar sem stjórna má mörgu í bílnum, en hann er einnig bakkmyndavél. Framsætunum í bílnum þarf sérstaklega að hrósa, þau halda vel utanum ökumann, svo vel að hreyfing er lítil við frísklegan akstur og þau þreyta bílstjóra ekki. Fótarými er svo gott í aftursæti að leit er að svo stórum manni að hann komist ekki vel fyrir. Höfuðrými er yfrið í öllum sætum bílsins og olnbogarými einnig gott. Hljóðeinangrun hefur greinilega verið verulega bætt í bílnum og heyrist mjög lítið í vél, vegi eða vindi. Eina sem finna má að innréttingunni er að nokkrir stjórntakkar eru fyrir neðan hinn fallega leðurklædda stall sem er neðan skjásins og lofttúðanna og fyrir vikið sjást þeir varla og í raun verður að halla sér aftur til að sjá þá. Veghæð bílsins er áfram 19 cm sem er hentugt fyrir erfiðari vegi og ófærð í snjó. Í heildina er breytingin á RAV4 mjög góð og einnig mjög mikil. Búast má við því að fjölmargir núverandi eigendur RAV4 hafi beðið eftir þessum bíl og hugsi sér að endurnýja. Sú bið var vel þess virði. Kostir: Mikið innanrými, fínir aksturseiginleikar Ókostir: Staðsetning nokkurra stjórntakka, frekar hátt verð 2,0 bensínvél, 151 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 7,3 l./100 km í bl. akstri Mengun: 169 g/km CO2 Hröðun: 9,9 sek. Hámarkshraði: 185 km/klst Verð: 6.300.000 kr. Umboð: Toyota á ÍslandiRAV4 er nú mun laglegri bíll með sportlega rlínur.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent