Skyggnst inn í heim fatahönnuða á HönnunarMars Þórhildiur Þorkelsdóttir skrifar 13. mars 2013 09:30 Fatahönnunarfélag Íslands frumsýnir myndbandsverkið Íslenskir fatahönnuðir – Á bak við tjöldin, næstkomandi fimmtudagskvöld klukkan 20.30. Verkið er unnið út frá sýningu félagsins á HönnunarMars í fyrra og veitir okkur djúpa innsýn inn í heim fimm íslenskra fatahönnuða.Þórey Björk Halldórsdóttir, framleiðandi myndarinnar, segir að það sé spennandi að skyggnast á bak við tjöldin hjá íslenskum fatahönnuðum, þar sé nefnilega ekki allt sem sýnist. „Myndin er unnin út frá verkinu sem Fatahönnunarfélagið var með á HönnunarMars í fyrra sem hét Á bak við tjöldin – frá hugmynd að veruleika. Þar var allt fatahönnunarferlið skoðað frá byrjun til enda, en ýmislegt í ferlinu kemur fólki á óvart, þar sem neytandinn er vanur að sjá bara lokaútgáfuna af flíkinni. Í myndinni fær áhorfandinn góða mynd af fatahönnunarbransanum á Íslandi og hvernig hann gengur fyrir sig, bæði góðu og slæmu hliðarnar."Margt sem fer fram á bak við tjöldin í fatahönnuninni getur komið fólki á óvart.Þórey segir mikla grósku vera í fatahönnuninni núna. „Það er ákveðinn suðupunktur í fatahönnuninni hér á Íslandi einmitt núna og næstu fimm árin verða mjög spennandi. Á síðustu sex til sjö árum hafa gerst virkilega skemmtilegir hlutir hjá mörgum hönnuðum sem fara ört stækkandi. Fatahönnuðir dagsins í dag eru í raun að skapa tískuheiminn og markaðinn hérna heima. Faggreinin er ung og það verður spennandi að sjá hvað verður", segir Þórey að lokum, en hún ásamt góðu teymi hyggjast fylgja myndinni eftir og halda áfram að fylgjast með íslenskum fatahönnuðum á uppleið næstu mánuði.Myndin verður frumsýnd á eftri hæð ATMO kl 20.30 á fimmtudagskvöldið og eru allir velkomnir. Hún mun svo rúlla áfram yfir helgina á opnunartíma ATMO. Meira hér.Fatahönnuðurinn Þórey Björk Halldórsdóttir framleiðir myndina.ELLA - Elínrós Líndal er ein þeirra fimm fatahönnuða sem koma fram í myndinni. HönnunarMars Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Fatahönnunarfélag Íslands frumsýnir myndbandsverkið Íslenskir fatahönnuðir – Á bak við tjöldin, næstkomandi fimmtudagskvöld klukkan 20.30. Verkið er unnið út frá sýningu félagsins á HönnunarMars í fyrra og veitir okkur djúpa innsýn inn í heim fimm íslenskra fatahönnuða.Þórey Björk Halldórsdóttir, framleiðandi myndarinnar, segir að það sé spennandi að skyggnast á bak við tjöldin hjá íslenskum fatahönnuðum, þar sé nefnilega ekki allt sem sýnist. „Myndin er unnin út frá verkinu sem Fatahönnunarfélagið var með á HönnunarMars í fyrra sem hét Á bak við tjöldin – frá hugmynd að veruleika. Þar var allt fatahönnunarferlið skoðað frá byrjun til enda, en ýmislegt í ferlinu kemur fólki á óvart, þar sem neytandinn er vanur að sjá bara lokaútgáfuna af flíkinni. Í myndinni fær áhorfandinn góða mynd af fatahönnunarbransanum á Íslandi og hvernig hann gengur fyrir sig, bæði góðu og slæmu hliðarnar."Margt sem fer fram á bak við tjöldin í fatahönnuninni getur komið fólki á óvart.Þórey segir mikla grósku vera í fatahönnuninni núna. „Það er ákveðinn suðupunktur í fatahönnuninni hér á Íslandi einmitt núna og næstu fimm árin verða mjög spennandi. Á síðustu sex til sjö árum hafa gerst virkilega skemmtilegir hlutir hjá mörgum hönnuðum sem fara ört stækkandi. Fatahönnuðir dagsins í dag eru í raun að skapa tískuheiminn og markaðinn hérna heima. Faggreinin er ung og það verður spennandi að sjá hvað verður", segir Þórey að lokum, en hún ásamt góðu teymi hyggjast fylgja myndinni eftir og halda áfram að fylgjast með íslenskum fatahönnuðum á uppleið næstu mánuði.Myndin verður frumsýnd á eftri hæð ATMO kl 20.30 á fimmtudagskvöldið og eru allir velkomnir. Hún mun svo rúlla áfram yfir helgina á opnunartíma ATMO. Meira hér.Fatahönnuðurinn Þórey Björk Halldórsdóttir framleiðir myndina.ELLA - Elínrós Líndal er ein þeirra fimm fatahönnuða sem koma fram í myndinni.
HönnunarMars Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira