Toyota greiðir 2.7 milljónir í bónus Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2013 15:30 Bónusar bílaframleiðendanna eru háir Nær þó ekki 3,3 milljóna bónusnum sem greiddur var árið 2008. Fyrir fáeinum vikum var greint hér frá því að Volkswagen hafi greitt starfsfólki sínu 1.200.000 krónur í bónus fyrir árið 2012. Það er þó ekki verra að vinna fyrir Toyota, því fyrir árið í fyrra greiddi það starfsfólki sínu 2.325.000 krónur á starfsmann og hefur samþykkt að greiða 2.693.000 krónur fyrir árið í ár. Er þetta enn ein staðfestingin á því að fyrirtækið hefur að fullu jafnað sig eftir jarðskjálftann mikla árið 2011. Fyrir árið í ár ná bónusar starfsfólks þó ekki þeirri upphæð sem þeir fengu greitt árið 2008, eða 3,3 milljónir króna. Japanska jenið hefur fallið um 17% frá lokum október á síðasta ári, sem hjálpað hefur japönskum bílaframleiðendum mjög við sölu til annarra landa og mikil bjartsýni ríkir í þeirra herbúðum. Ennfremur hefur verðhjöðnun verið snúið til hóflegrar 2% verðbólgu sem haft hefur jákvæð áhrif á efnahaginn. Hlutabréf í Toyota hafa vaxið um 18% það sem af er þessu ári. Hagnaðarspá Toyota fyrir þetta ár var í síðasta mánuði hækkuð um 10%. Toyota seldi flesta bíla allra bílaframleiðenda á síðast ári og sló bæði við General Motors og Volkswagen samstæðunni. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent
Nær þó ekki 3,3 milljóna bónusnum sem greiddur var árið 2008. Fyrir fáeinum vikum var greint hér frá því að Volkswagen hafi greitt starfsfólki sínu 1.200.000 krónur í bónus fyrir árið 2012. Það er þó ekki verra að vinna fyrir Toyota, því fyrir árið í fyrra greiddi það starfsfólki sínu 2.325.000 krónur á starfsmann og hefur samþykkt að greiða 2.693.000 krónur fyrir árið í ár. Er þetta enn ein staðfestingin á því að fyrirtækið hefur að fullu jafnað sig eftir jarðskjálftann mikla árið 2011. Fyrir árið í ár ná bónusar starfsfólks þó ekki þeirri upphæð sem þeir fengu greitt árið 2008, eða 3,3 milljónir króna. Japanska jenið hefur fallið um 17% frá lokum október á síðasta ári, sem hjálpað hefur japönskum bílaframleiðendum mjög við sölu til annarra landa og mikil bjartsýni ríkir í þeirra herbúðum. Ennfremur hefur verðhjöðnun verið snúið til hóflegrar 2% verðbólgu sem haft hefur jákvæð áhrif á efnahaginn. Hlutabréf í Toyota hafa vaxið um 18% það sem af er þessu ári. Hagnaðarspá Toyota fyrir þetta ár var í síðasta mánuði hækkuð um 10%. Toyota seldi flesta bíla allra bílaframleiðenda á síðast ári og sló bæði við General Motors og Volkswagen samstæðunni.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent