Körfubolti

LeBron skilaði þeim 23. í röð í hús

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
LeBron steig dansspor í leiknum í Boston í gær. Ekki í fyrsta skipti.
LeBron steig dansspor í leiknum í Boston í gær. Ekki í fyrsta skipti. Nordicphotos/AFP
Miami Heat er óstöðvandi í NBA-körfuboltanum. Þrettán stigum undir í fjórða leikhluta gegn Boston Celtics sneru Flórída-menn við blaðinu og unnu dramatískan tveggja stiga sigur, 105-103.

Sigurinn var sá 23. í röð hjá Miami á tímabilinu en um næstlengstu sigurhrynu í sögu NBA er að ræða. Liðið á þó enn tíu leiki í að jafna 33 leikja met Lakers frá tímabilinu 1971-1972.

Lebron James skoraði 13 af síðustu 22 stigum Miami. Alls skoraði LeBron 37 stig í leiknum. Paul Pierce gat tryggt Boston sigur með þriggja stiga skoti í lokin en hitti ekki stuðningsmönnum heimaliðsins til mikilla vonbrigða.

Önnur úrslit í nótt

Philadelphia 101-100 Portland

Charlotte 119-114 Washington

Cleveland 90-111 Indiana

Atlanta 113-127 Dallas

Detroi 82-119 Brooklyn

Chicago 118-119 Denver

Memphis 92-77 Minnesota

New Orleans 72-93 GoldenState

Phoenix 99-76 Lakers

Utah 83-90 New York

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×