Fyrsta nýja bílaverksmiðja Honda í Japan í 50 ár Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2013 14:36 Líklega verður Honda Jazz framleiddur í nýju verksmiðjunni Honda hefur opnað 12 verksmiðjur utan heimalandsins í millitíðinni. Það virðist líklega harla ósennilegt en Honda hefur ekki reist nýja bílaverksmiðju í heimalandinu Japan í hálfa öld, en það mun breytast í júlí í sumar. Í millitíðinni hefur Honda opnað 12 verksmiðjur um allan heim. Nýja verksmiðjan, sem staðsett er í Yorii í tveggja stunda akstursfjarlægð frá Tokyo, mun geta framleitt 250.000 bíla. Honda hefur ekki gefið upp hvaða bílgerðir verða framleiddir í nýju verksmiðjunni, en búist er við að það verði smábíllinn Honda Jazz, sem er söluhæsti bíll Honda í Japan. Verksmiðjan mun veita 3.800 starfsmönnum vinnu, þ.e. bæði í verksmiðjunni sjálfri og hjá íhlutabirgjum í Japan. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent
Honda hefur opnað 12 verksmiðjur utan heimalandsins í millitíðinni. Það virðist líklega harla ósennilegt en Honda hefur ekki reist nýja bílaverksmiðju í heimalandinu Japan í hálfa öld, en það mun breytast í júlí í sumar. Í millitíðinni hefur Honda opnað 12 verksmiðjur um allan heim. Nýja verksmiðjan, sem staðsett er í Yorii í tveggja stunda akstursfjarlægð frá Tokyo, mun geta framleitt 250.000 bíla. Honda hefur ekki gefið upp hvaða bílgerðir verða framleiddir í nýju verksmiðjunni, en búist er við að það verði smábíllinn Honda Jazz, sem er söluhæsti bíll Honda í Japan. Verksmiðjan mun veita 3.800 starfsmönnum vinnu, þ.e. bæði í verksmiðjunni sjálfri og hjá íhlutabirgjum í Japan.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent