A 45 AMG sviptur hulunni í Genf Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2013 10:45 Þessi litli bíll býr að 360 hestöflum, en eyðir aðeins 6,9 lítrum.Mercedes-Benz frumsýndi hinn nýja A 45 AMG á bílasýningunni í Genf sem nú er hafin. Þessi bíll er sá öflugasti sem Mercedes-Benz hefur sent frá í þessum stærðarflokki í 126 ára sögu fyrirtækisins. Mercedes Benz A 45 AMG er með tveggja lítra, fjögurra strokka vél sem skilar 360 hestöflum og togið er 450 Nm. Bíllinn eyðir 6,9 lítrum í blönduðum akstri samkvæmt tölum frá framleiðanda og CO2 losunin er 161 g/km. Þessi netti og kraftmikli lúxusbíll er hinn laglegasti að innan og vel vandað til verka. ,,Með hinum nýja A 45 AMG komum við fram með afar öflugan og dínamískan bíl, reyndar kraftmesta fjögurra sílindra bíl sem framleiddur er í heiminum," segir Tobias Moers, stjórnarmaður hjá Mercedes-Benz. Bíllinn er aðeins 4,6 sekúndur að ná 100 km hraða. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent
Þessi litli bíll býr að 360 hestöflum, en eyðir aðeins 6,9 lítrum.Mercedes-Benz frumsýndi hinn nýja A 45 AMG á bílasýningunni í Genf sem nú er hafin. Þessi bíll er sá öflugasti sem Mercedes-Benz hefur sent frá í þessum stærðarflokki í 126 ára sögu fyrirtækisins. Mercedes Benz A 45 AMG er með tveggja lítra, fjögurra strokka vél sem skilar 360 hestöflum og togið er 450 Nm. Bíllinn eyðir 6,9 lítrum í blönduðum akstri samkvæmt tölum frá framleiðanda og CO2 losunin er 161 g/km. Þessi netti og kraftmikli lúxusbíll er hinn laglegasti að innan og vel vandað til verka. ,,Með hinum nýja A 45 AMG komum við fram með afar öflugan og dínamískan bíl, reyndar kraftmesta fjögurra sílindra bíl sem framleiddur er í heiminum," segir Tobias Moers, stjórnarmaður hjá Mercedes-Benz. Bíllinn er aðeins 4,6 sekúndur að ná 100 km hraða.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent