Innrásin frá Kína hefst með Qoros Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2013 14:00 Stjórnendur Qoros koma frá BMW, General Motors, Jaguar/Land Rover, Saab og Volvo. Kínversk bílafyrirtæki bíða þess með óþreyju að hefja innflutning til Evrópu og Bandaríkjanna. Eitt þeirra virðist þó komið einna lengst í þeim áformum, þrátt fyrir ungan aldur. Það er Qoros, sem aðeins er 6 ára gamalt fyrirtæki. Qoros sýnir þrjár útfærslur Qoros 3 bíls síns á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir. Qoros áformar að hefja sölu á þessum bíl í Evrópu í byrjun næsta árs. Bílar Qoros virðist að sögn erlendra bílablaðamanna vera hin ágætasta smíði og innanrými þeirra minnir á Volkswagen bíla og er þar ekki leiðum að líkjast. Qoros státar sig mjög af uppruna stjórnenda fyrirtækisins, en þeir komu frá BMW, General Motors, Jaguar/Land Rover, Saab og Volvo og benda á að þeir þekki vel til þess hvað þarf að uppfylla til að geta boðið bíla í hinum vestræna heimi. Qoros 3 verður með 1,6 l. bensínvél með forþjöppu tengda við annaðhvort beiskiptingu eða tveggja kúplinga sjálfskiptingu. Auk hefðbundins sedan bíls á sýningunni er önnur útfærsla Qoros 3 á sýningunni tvinnbíll og sú þriðja langbaksgerð hans. Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent
Stjórnendur Qoros koma frá BMW, General Motors, Jaguar/Land Rover, Saab og Volvo. Kínversk bílafyrirtæki bíða þess með óþreyju að hefja innflutning til Evrópu og Bandaríkjanna. Eitt þeirra virðist þó komið einna lengst í þeim áformum, þrátt fyrir ungan aldur. Það er Qoros, sem aðeins er 6 ára gamalt fyrirtæki. Qoros sýnir þrjár útfærslur Qoros 3 bíls síns á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir. Qoros áformar að hefja sölu á þessum bíl í Evrópu í byrjun næsta árs. Bílar Qoros virðist að sögn erlendra bílablaðamanna vera hin ágætasta smíði og innanrými þeirra minnir á Volkswagen bíla og er þar ekki leiðum að líkjast. Qoros státar sig mjög af uppruna stjórnenda fyrirtækisins, en þeir komu frá BMW, General Motors, Jaguar/Land Rover, Saab og Volvo og benda á að þeir þekki vel til þess hvað þarf að uppfylla til að geta boðið bíla í hinum vestræna heimi. Qoros 3 verður með 1,6 l. bensínvél með forþjöppu tengda við annaðhvort beiskiptingu eða tveggja kúplinga sjálfskiptingu. Auk hefðbundins sedan bíls á sýningunni er önnur útfærsla Qoros 3 á sýningunni tvinnbíll og sú þriðja langbaksgerð hans.
Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent