Körfubolti

Chuck er fimmtugur í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Charles Barkley.
Charles Barkley. Mynd/Nordic Photos/Getty
Hinn litríka körfuboltagoðsögn og mikli skemmtikraftur Charles Barkley heldur upp á fimmtugsafmæli sitt í dag en hann er fæddur 20. febrúar 1963 eða aðeins þremur dögum á eftir Michael Jordan sem hélt einmitt upp á fimmtugsafmælið sitt á sunnudaginn.

Charles Barkley var frábær leikmaður en eftir hann lagði skóna á hilluna hefur hann verið mikið í sviðljósinu enda eftirsóttur körfuboltaspekingur sem er óhræddur að segja sína skoðanir umbúðalaust.

Barkley var valinn númer fimm af Philadelphia 76ers í nýliðavalinu 1984 en þeir sem voru valdir á undan honum voru Hakeem Olajuwon (Houston Rockets), Sam Bowie (Portland Trail Blazers), Michael Jordan (Chicago Bulls) og Sam Perkins (Dallas Mavericks).

Charles Barkley er þekktastur undir gælunöfnunum Chuck" eða "Sir Charles" en hann átti frábæran feril með Philadelphia 76ers (1984–1992), Phoenix Suns (1992–1996) og Houston Rockets (1996–2000). Barkley er í hópi bestu körfuboltamanna NBA-deildarinnar sem tókst aldrei að vinna titilinn eftirsótta.

Barkley var valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar 1993 en hann var með 25,6 stig, 12,2 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik á sínu fyrsta tímabili með Phoenix Suns.

Barkley lék alls 1073 deildarleiki í NBA og var með 22,1 stig og 11,7 fráköst að meðaltali í þeim. Hann var með 23,0 stig og 12,9 fráköst að meðaltali í 123 leikjum sínum í úrslitakeppninni.

Charles Barkley vann tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu (1992 og 1996) en hann var stigahæsti leikmaður Draumaliðsins á ÓL í Barcelona 1992, skoraði þá 18,0 stig í leik og nýtti 71 prósent skota sinna.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×