Körfubolti

Morris-tvíburarnir nú í sama liði í NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Morris.
Marcus Morris. Mynd/Nordic Photos/Getty
Tvíburabræðurnir Marcus og Markieff Morris eru orðnir liðsfélagar á nýjan leik eftir að Houston Rockets sendi Marcus Morris til Phoenix Suns í nótt fyrir valrétt í annarri umferð nýliðavalsins í sumar.

Marcus og Markieff spiluðu saman hjá Kansas-háskólanum og voru valdir númer 13 og 14 í NBA-nýliðavalinu 2011. Markieff var valinn á undan en hann fæddist líka sjö mínútum á undan Marcus.

„Ef að þeir ætluðu að senda mig eitthvert þá var þetta staðurinn og ég held að Houston hafi vitað það. Ég talaði bara við þá um bróður minn og hversu ánægður ég er að fá að spila með honum," sagði Marcus Morris eftir að hann frétti af skiptunum.

Morris-tvíburarnir fæddust 2. september 1989 og eru því 23 ára gamlir. Markieff er 208 sm og 111 kg kraftframherji en Marcus er 206 sm og 107 kg framherji.

Markieff Morris er með 7,3 stig og 4,3 fráköst að meðaltali á 20,3 mínútu með Phoenix Suns á þessu tímabili en Marcus Morris var með 8,6 stig og 4,1 frákast að meðaltali á 21,4 mínútum með Houston Rockets.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×