JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON í Nylon Magazine Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. febrúar 2013 09:30 Guðmundur Jörundsson hefur á stuttum tíma getið sér gott nafn í tískuheiminum, en hann er yfirhönnuður Kormáks og Skjaldar auk þess sem hann byrjaði nýlega með eigin tískulínu undir nafninu JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON. Guðmundur hefur hlotið mikla athygli fyrir hönnun sína, bæði hér heima og erlendis. Nýjasta rósin í hnappagatið er ítarleg umfjöllun í herraútgáfu Nylon Magazine í Singapúr. Í greininni var fjallað um bakgrunn Guðmundar sem fatahönnuðar, hvernig hann starfar og um vorlínu JÖR. Guðmundur segir erlend blöð alltaf vera upptekin af því hvaða áhrif Ísland hafi áhrif á hönnunina.Veistu hvað kom til þess að virt tískutímarit í Asíu frétti af þér? „Það fer allt svona í gegnum PR stofuna sem við erum hjá í London. Þeir senda út fréttatilkynningar og ef við vekjum áhuga sækist fólk eftir umfjöllun. Það koma stundum spennandi blöð eða blogg uppúr þessu en oft eitthvað ómerkilegt líka".Frá sýningu JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON.Hvað var það við hönnun þína sem Nylon Magazine heillaðist mest af? „Þeir voru hrifnir af andstæðunum og hvernig blandað er saman klassískum nítjándu aldar hefðum við framsæknari stíl. Einnig töluðu þeir mikið um heiminn í kringum línuna og að hann hafi hrifið þá".Guðmundur Jörundsson. Mynd: Baldur Kristjáns.Hverju meigum við búast við frá JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON á Reykjavík Fashion Festival í næsta mánuði? „Það má búast við enn frekari þróun á merkinu og að sjálfsögðu verður fyrsta dömulínan kynnt, en hún fer í sölu næsta haust. Merkið er í mótun og því má alltaf búast við einhverju fersku", segir Guðmundur að lokum. Þessa dagna stendur hann í ströngu við uppsetningu eigin búðar á Laugaveginum, en stefnan er tekin á að opna hana um miðjan mars.Hjartaknúsarinn Joseph Gordon-Levitt prýðir forsíðu tímaritsins þar sem fjallað er um hönnun Guðmundar Jörundssonar. RFF Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Guðmundur Jörundsson hefur á stuttum tíma getið sér gott nafn í tískuheiminum, en hann er yfirhönnuður Kormáks og Skjaldar auk þess sem hann byrjaði nýlega með eigin tískulínu undir nafninu JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON. Guðmundur hefur hlotið mikla athygli fyrir hönnun sína, bæði hér heima og erlendis. Nýjasta rósin í hnappagatið er ítarleg umfjöllun í herraútgáfu Nylon Magazine í Singapúr. Í greininni var fjallað um bakgrunn Guðmundar sem fatahönnuðar, hvernig hann starfar og um vorlínu JÖR. Guðmundur segir erlend blöð alltaf vera upptekin af því hvaða áhrif Ísland hafi áhrif á hönnunina.Veistu hvað kom til þess að virt tískutímarit í Asíu frétti af þér? „Það fer allt svona í gegnum PR stofuna sem við erum hjá í London. Þeir senda út fréttatilkynningar og ef við vekjum áhuga sækist fólk eftir umfjöllun. Það koma stundum spennandi blöð eða blogg uppúr þessu en oft eitthvað ómerkilegt líka".Frá sýningu JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON.Hvað var það við hönnun þína sem Nylon Magazine heillaðist mest af? „Þeir voru hrifnir af andstæðunum og hvernig blandað er saman klassískum nítjándu aldar hefðum við framsæknari stíl. Einnig töluðu þeir mikið um heiminn í kringum línuna og að hann hafi hrifið þá".Guðmundur Jörundsson. Mynd: Baldur Kristjáns.Hverju meigum við búast við frá JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON á Reykjavík Fashion Festival í næsta mánuði? „Það má búast við enn frekari þróun á merkinu og að sjálfsögðu verður fyrsta dömulínan kynnt, en hún fer í sölu næsta haust. Merkið er í mótun og því má alltaf búast við einhverju fersku", segir Guðmundur að lokum. Þessa dagna stendur hann í ströngu við uppsetningu eigin búðar á Laugaveginum, en stefnan er tekin á að opna hana um miðjan mars.Hjartaknúsarinn Joseph Gordon-Levitt prýðir forsíðu tímaritsins þar sem fjallað er um hönnun Guðmundar Jörundssonar.
RFF Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira