Audi hefur selt 5 milljón Quattro bíla Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2013 08:45 Í fyrra voru 43% allra seldra Audi bíla með Quattro fjórhjóladrifi. Á mánudaginn síðastliðinn rúllaði fimm milljónasti bíll Audi af færiböndunum sem útbúinn er með Quattro fjórhjóladrifinu. Það tók reyndar 33 ár að ná þessu marki, en enginn annar lúxusbílabílaframleiðandi hefur náð viðlíka sölu á fjórhjóladrifsbílum. Saga Quattro fjórhjóladrifsins hófst árið 1980 og birtist í hinum goðsagnarkennda Audi Quattro bíl sem varð svo sigursæll í rallakstri næstu árin. Frá því hefur Quattro fjórhjóladrif Audi verið boðið í 140 mismunandi gerðum bíla Audi á þessum 33 árum. Margar gerðir Audi bíla er eingöngu seldir með Quattro fjórhjóladrif. Það eru Audi Q7, R8, A4 allroad, A6 allroad og allir S and RS bílar Audi. Hinsvegar er hægt að fjórhjóladrifið góða í öllum öðrum gerðum Audi bíla. Quattro fjórhjóladrif Audi þykir einstakt af gæðum og tryggir bílum þeirra sportlega eiginleika, rásfestu, drifgetu, stöðugleika og öryggi við akstur þeirra. Mörgum er minnisstætt þegar Audi 100 CC bíll með Quattro fjórhjóladrifi kleif upp skíðastökkpallinn í Kaipola í Finnlandi árið 1986 og sýnt var í auglýsingu frá Audi. Þótti það næsta ógerlegt og magnað að ekki voru nein brögð í tafli. Í flestra augum er engin aðgreining á milli orðsins Audi og Quattro, svo samofið er Quattro fjórhjóladrifið nafni Audi. Í fyrra voru 43% allra Audi bíla með Quattro fjórhjóladrif og hefur aldrei verið hærra. Mest selda einstaka gerðin með fjórhjóladrifinu er Q5 jepplingurinn en hann seldist í 205.600 eintökum í fyrra. Fræðast má meira um sérstæðu Quattro fjórhjóladrifsins í myndskeiðinu að ofan. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Í fyrra voru 43% allra seldra Audi bíla með Quattro fjórhjóladrifi. Á mánudaginn síðastliðinn rúllaði fimm milljónasti bíll Audi af færiböndunum sem útbúinn er með Quattro fjórhjóladrifinu. Það tók reyndar 33 ár að ná þessu marki, en enginn annar lúxusbílabílaframleiðandi hefur náð viðlíka sölu á fjórhjóladrifsbílum. Saga Quattro fjórhjóladrifsins hófst árið 1980 og birtist í hinum goðsagnarkennda Audi Quattro bíl sem varð svo sigursæll í rallakstri næstu árin. Frá því hefur Quattro fjórhjóladrif Audi verið boðið í 140 mismunandi gerðum bíla Audi á þessum 33 árum. Margar gerðir Audi bíla er eingöngu seldir með Quattro fjórhjóladrif. Það eru Audi Q7, R8, A4 allroad, A6 allroad og allir S and RS bílar Audi. Hinsvegar er hægt að fjórhjóladrifið góða í öllum öðrum gerðum Audi bíla. Quattro fjórhjóladrif Audi þykir einstakt af gæðum og tryggir bílum þeirra sportlega eiginleika, rásfestu, drifgetu, stöðugleika og öryggi við akstur þeirra. Mörgum er minnisstætt þegar Audi 100 CC bíll með Quattro fjórhjóladrifi kleif upp skíðastökkpallinn í Kaipola í Finnlandi árið 1986 og sýnt var í auglýsingu frá Audi. Þótti það næsta ógerlegt og magnað að ekki voru nein brögð í tafli. Í flestra augum er engin aðgreining á milli orðsins Audi og Quattro, svo samofið er Quattro fjórhjóladrifið nafni Audi. Í fyrra voru 43% allra Audi bíla með Quattro fjórhjóladrif og hefur aldrei verið hærra. Mest selda einstaka gerðin með fjórhjóladrifinu er Q5 jepplingurinn en hann seldist í 205.600 eintökum í fyrra. Fræðast má meira um sérstæðu Quattro fjórhjóladrifsins í myndskeiðinu að ofan.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent