Tónlist

Pétur Ben heldur stórtónleika

Pétur Ben kemur fram ásamt níu manna hljómsveit á útgáfutónleikum God's Lonely Man í Hafnarfirði á morgun. Hin dulmagnaða hljómsveit The Heavy Experience sér um upphitun og Amiina kemur einnig fram. Pétur gaf God's Lonely Man út í desember. Platan var tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum og endaði sem ein af verðlaunaplötum tónlistarsjóðsins Kraums. Pétur verður langt því frá maður einsamall á tónleikunum, þó nafn plötunnar gefi það til kynna. Hann kemur fram ásamt glæsilegri hljómsveit en hana skipa Óttar Sæmundsson, Arnar Þór Gíslason, Þorbjörn Sigurðsson og Kippi Kanínus. Auk þeirra leikur strengjakvartettinn Amiina með Pétri á þessum einu tónleikum. Einnig er von á leynigestum en fullvíst er að enginn tónlistaráhugamaður ætti að láta þennan viðburð framhjá sér fara. Tónleikarnir hefjast í Bæjarbíói í Hafnarfirði klukkan 21. Forsala er í fullum gangi á Midi.is og er aðgangseyrir 2.500 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.