Körfubolti

Níundi sigur Nuggets í röð | Dallas skellti Golden State

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Nowitzki og félagara voru skrefi á undan Warriors í nótt
Nowitzki og félagara voru skrefi á undan Warriors í nótt Mynd/Nordic Photos/Getty
Fimm leikir voru í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver Nuggets vann níunda sigur sinn í röð þegar liðið lagði Cleveland Cavaliers að velli 111-103 í Cleveland.

Denver er heitasta lið deildarinnar þessa stundina og segir George Karl þjálfari liðsins að það sé tímabært að fólk fari að sína liði hans þá athygli sem liðið á skilið. „Við ætlum að hrista upp í deildinni og verða fyrsta liðið sem sigrar meistaratitilinn án þess að eiga leikmann í Stjörnuleiknum,“ sagði Karl eftir sigurinn í nótt en átta leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira í nótt en enginn meira en Ítalinn Danilo Gallinari sem skoraði 19 stig.

Kyrie Irving gerði sitt besta til að hjálpa Cavaliers en leikstjórnandinn ungi skoraði 26 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 6 fráköst.

Dallas Mavericks rúllaði yfir Golden State Warriors 116-91 í Texas. Shawn Marion fór mikinn í liði Dallas. Marion skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst. O.J Mayo skoraði 19 stig, Dallen Collison 18 og Dirk Nowitzki 15.

Þetta var aðeins 22 sigur Dallas á tímabilinu en Warriors hafa sigraði 30 af 51 leik sínum. Stephen Curry skoraði 18 stig fyrir Warriors en hitti aðeins úr 8 af 23 skotum sínum.

Úrslit næturinnar:

Denver Nuggets - Cleveland Cavaliers 111-103

Charlotte Bobcats - Philadelphia 76ers 76-87

Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 105-100

Golden State Warriors - Dallas Mavericks 91-116

Utah Jazz - Sacramento Kings 109-120

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×