Körfubolti

Sonur Larry Bird handtekinn - reyndi að keyra yfir gamla kærustu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Larry Bird.
Larry Bird. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sonur körfuboltagoðsagnarinnar Larry Bird er kominn í vandræði því hinn 21 árs gamli Connor Bird var handtekinn síðastliðinn sunnudag eftir að hann reyndi að keyra yfir gamla kærustu í Bloomington í Indianapolis.

Connor Bird á yfir höfði sér margskonar ákærur meðal annars fyrir líkamsmeiðingar, hótanir, tjón á eigum annarra og vörslu maríjúana. Hann er því í vondum málum og gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist.

Upphaf málsins má rekja til rifildis milli Connor Bird og gömlu kærustunnar í íbúð hans sem endaði með að Bird kastaði farsímanum sínum í hana. Connor og konan rifust síðan enn meira í bíl hans og þegar hún fór út úr bílnum reyndi strákurinn tvisvar sinnum að keyra á hana.

Connor hefur áður komst í kast við lögin en það var árið 2011 og þá fyrir drykkjulæti og neyslu áfengis undir lögaldri.

Larry Bird er einn frægasti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og er jafnframt sá eini sem hefur verið kostinn besti leikmaður, besti þjálfari og besti stjórnandi í NBA.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×