Ný og breytt Ford Fiesta Finnur Thorlacius skrifar 14. febrúar 2013 11:46 Var mest seldi bíllinn í sínum flokki í Evrópu á síðasta ári. Ford Fiesta var mest seldi bíllinn í sínum flokki í Evrópu á síðasta ári. Nú er nýr Ford Fiesta kominn í sölu hér á landi hjá umboðsaðila Ford, Brimborg. Fiesta kemur nú með breyttu útliti og nýjum sparneytnari vélum. Hann verður frumsýndur næsta laugardag hjá Brimborg í Reykjavík og á Akureyri. Hægt er að velja úr ýmsum vélum í bílinn, þar á meðal EcoBoost vél sem var valin vél ársins 2012 hjá Engine Technology International Magazine. Eyðsla hennar er einungis 4,3 lítrar. Allar bensínvélarnar tengdar beinskipta bíla eru með StartStop tækni og því eyðslugrannar og umhverfisvænar. Ford Fiesta hefur tekið nokkrum breytingum að utan og endurhannaður framendinn gerir bílinn rennilegri og kraftalegri. Meðal nýjunga í bílnum er sérstakur hitabúnaður í miðstöðinni sem hitar innanrými bílsins hraðar sem ætti að henta vel hérlendis. Framsætin eru bæði upphitanleg. Annar staðalbúnaður sem einnig er óalgengur fyrir bíl í þessum stærðarflokki er brekkuaðstoð sem heldur við í halla og því er auðveldara að taka af stað en ella. MyKey er staðalbúnaður í Ford Fiesta og með honum má ákveða hámarkshraða bílsins sem er kjörið fyrir fjölskyldur með unga og óreynda ökumenn. Einnig er hægt að setja á öryggisbeltaáminningu og hámarkshljóðstillingu á hljómkerfið. Einnig er í boði aukabúnaður sem kallast Ford SYNC. Með raddstýringu er hægt að hringja, svara símtölum, hlusta á sms skilaboð og biðja um óskalög. Hægt er að hlusta á tónlist með því að tengja stafrænan spilara (t.d iPod) eða einfaldlega með því að streyma tónlist af YouTube í gegnum síma. Ford SYNC er líka öryggisbúnaður. Ef ökumaður lendir í umferðaróhappi þá hringir SYNC sjálfkrafa í 112 og sendir nákvæm GPS hnit bílsins. Einnig er í boði Active City Stop búnaður sem er öyggiskerfi sem fylgist með því að ökumaður sé í hæfilegri fjarlægð frá bílnum á undan og hemlar sjálfkrafa sé hætta á aftanákeyrslu. Fiesta fékk hæstu einkunn í árekstraprófunum, bæði hjá Evrópsku umferðaröryggisstofnuninni Euro NCAP og Bandarísku umferðaröryggisstofnuninni IIHS. Alls eru 7 líknarbelgir í Ford Fiesta, þar á meðal er líknarbelgur við hné ökumanns. Annar öryggisbúnaður í Fiesta er ESP stöðugleikastýrikerfi með spólvörn, ABS hemlalæsivörn með EBD hemlajöfnun og EBA nauðhemlunarkerfi, IPS öryggiskerfi og ISOFIX festingar fyrir barnabílstóla.Ford Fiesta í 5 dyra útfærslu Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent
Var mest seldi bíllinn í sínum flokki í Evrópu á síðasta ári. Ford Fiesta var mest seldi bíllinn í sínum flokki í Evrópu á síðasta ári. Nú er nýr Ford Fiesta kominn í sölu hér á landi hjá umboðsaðila Ford, Brimborg. Fiesta kemur nú með breyttu útliti og nýjum sparneytnari vélum. Hann verður frumsýndur næsta laugardag hjá Brimborg í Reykjavík og á Akureyri. Hægt er að velja úr ýmsum vélum í bílinn, þar á meðal EcoBoost vél sem var valin vél ársins 2012 hjá Engine Technology International Magazine. Eyðsla hennar er einungis 4,3 lítrar. Allar bensínvélarnar tengdar beinskipta bíla eru með StartStop tækni og því eyðslugrannar og umhverfisvænar. Ford Fiesta hefur tekið nokkrum breytingum að utan og endurhannaður framendinn gerir bílinn rennilegri og kraftalegri. Meðal nýjunga í bílnum er sérstakur hitabúnaður í miðstöðinni sem hitar innanrými bílsins hraðar sem ætti að henta vel hérlendis. Framsætin eru bæði upphitanleg. Annar staðalbúnaður sem einnig er óalgengur fyrir bíl í þessum stærðarflokki er brekkuaðstoð sem heldur við í halla og því er auðveldara að taka af stað en ella. MyKey er staðalbúnaður í Ford Fiesta og með honum má ákveða hámarkshraða bílsins sem er kjörið fyrir fjölskyldur með unga og óreynda ökumenn. Einnig er hægt að setja á öryggisbeltaáminningu og hámarkshljóðstillingu á hljómkerfið. Einnig er í boði aukabúnaður sem kallast Ford SYNC. Með raddstýringu er hægt að hringja, svara símtölum, hlusta á sms skilaboð og biðja um óskalög. Hægt er að hlusta á tónlist með því að tengja stafrænan spilara (t.d iPod) eða einfaldlega með því að streyma tónlist af YouTube í gegnum síma. Ford SYNC er líka öryggisbúnaður. Ef ökumaður lendir í umferðaróhappi þá hringir SYNC sjálfkrafa í 112 og sendir nákvæm GPS hnit bílsins. Einnig er í boði Active City Stop búnaður sem er öyggiskerfi sem fylgist með því að ökumaður sé í hæfilegri fjarlægð frá bílnum á undan og hemlar sjálfkrafa sé hætta á aftanákeyrslu. Fiesta fékk hæstu einkunn í árekstraprófunum, bæði hjá Evrópsku umferðaröryggisstofnuninni Euro NCAP og Bandarísku umferðaröryggisstofnuninni IIHS. Alls eru 7 líknarbelgir í Ford Fiesta, þar á meðal er líknarbelgur við hné ökumanns. Annar öryggisbúnaður í Fiesta er ESP stöðugleikastýrikerfi með spólvörn, ABS hemlalæsivörn með EBD hemlajöfnun og EBA nauðhemlunarkerfi, IPS öryggiskerfi og ISOFIX festingar fyrir barnabílstóla.Ford Fiesta í 5 dyra útfærslu
Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent