London iðar af lífi á tískuvikunni Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 16. febrúar 2013 09:30 Lilja Hrönn Helgadóttir lifir og hrærist í tísku í London. Þar stundar hún nám í listrænni stjórnun með áherslu á tísku við London Collage of Fashion ásamt því að halda úti tískublogginu unicornsforbreakfast.com með Katrínu vinkonu sinni. Lilja hefur í nógu að snúast á tískuvikunni sem hófst í gær. Lífið fékk hana til að deila með okkur sinni upplifun af Lundúnaborg þegar allt fyllist af fatahönnuðum, fyrirsætum og tískudrósum.Lilja er einna spenntust fyrir sýningu Simone Rocha á tískuvikunni í London.Sýningar hvaða hönnuða ert þú spenntust að sjá á tískuvikunni? Ég er spenntust að sjá línurnar frá Meadham Kirchhoff, Holly Fulton, Michael Van Der Ham og Central Saint Martins MA catwalk sýningarnar. Ég er einning mjög spennt fyrir að sjá tísku stuttmynd frá Fred Butler sem hannar mjög skemmtilega skartgripi og aukahluti þar sem hún kenndi mér kúrs í fyrra í skólanum, en íslenski ljósmyndarinn Saga Sig tók upp myndina fyrir hana.Hvað er að þínu mati það skemmtilegasta við að vera í London á meðan tískuvikunni stendur? Skemmtilegast eru sýningarnar og öll flóran af fólkinu sem kemur. Aðal bækistöðvar LFW er Somerset House, sem er gullfallegt eitt og sér, en í bland við alla þessu hönnuði, sýningar og tískudrósir klæddar í sitt fínasta púss, verður staðurinn alveg ævitýralegur.Eru Lundúnabúar mjög meðvitaðir um tísku? Fólk í London er mjög hefbundið og 'breskt' í klæðaburði. Maður tekur kannski ekki mikið eftir þessu tískumeðvitaða fólki fyrr en einmitt á tískuvikunum, þegar allir birtast skyndilega á sama stað. Borgin er svo stór að á venjulegum dögum sérðu yfirleitt bara normið, þess vegna er þessi vika kærkomin tilbreyting tvisvar ár ári!Lilja Hrönn Helgadóttir.Ert þú að fara á einhverjar sýningar sjálf? Já, það er nóg að gera. Sýningarnar sem ég fer á eru hjá minni merkjunum sem eru enn að vinna sér sess á LFW og vilja fá eins mikla umfjöllun og þau geta, þá leyfa þau litlum bloggurum eins og mér, og Katrínu sem bloggar líka á síðunni, að koma. Það er æðislegt að fá að taka þátt í þessari viku, og mér þykir voðalega vænt um að fá þessi boðskort sem ég fæ og ætla að reyna vera dugleg að fara á allar sýningarnar og skrifa um þær á blogginu. Það getur verið mjög erfitt að fá aðgang að sýningum stærstu tískuhúsanna, þar sem þau fá sjálfgefna umfjöllun á stærstu tískumiðlunum eins og Vogue og Style.comTískudívurnar taka yfir Lundúnaborg á tískvikunni. Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Lilja Hrönn Helgadóttir lifir og hrærist í tísku í London. Þar stundar hún nám í listrænni stjórnun með áherslu á tísku við London Collage of Fashion ásamt því að halda úti tískublogginu unicornsforbreakfast.com með Katrínu vinkonu sinni. Lilja hefur í nógu að snúast á tískuvikunni sem hófst í gær. Lífið fékk hana til að deila með okkur sinni upplifun af Lundúnaborg þegar allt fyllist af fatahönnuðum, fyrirsætum og tískudrósum.Lilja er einna spenntust fyrir sýningu Simone Rocha á tískuvikunni í London.Sýningar hvaða hönnuða ert þú spenntust að sjá á tískuvikunni? Ég er spenntust að sjá línurnar frá Meadham Kirchhoff, Holly Fulton, Michael Van Der Ham og Central Saint Martins MA catwalk sýningarnar. Ég er einning mjög spennt fyrir að sjá tísku stuttmynd frá Fred Butler sem hannar mjög skemmtilega skartgripi og aukahluti þar sem hún kenndi mér kúrs í fyrra í skólanum, en íslenski ljósmyndarinn Saga Sig tók upp myndina fyrir hana.Hvað er að þínu mati það skemmtilegasta við að vera í London á meðan tískuvikunni stendur? Skemmtilegast eru sýningarnar og öll flóran af fólkinu sem kemur. Aðal bækistöðvar LFW er Somerset House, sem er gullfallegt eitt og sér, en í bland við alla þessu hönnuði, sýningar og tískudrósir klæddar í sitt fínasta púss, verður staðurinn alveg ævitýralegur.Eru Lundúnabúar mjög meðvitaðir um tísku? Fólk í London er mjög hefbundið og 'breskt' í klæðaburði. Maður tekur kannski ekki mikið eftir þessu tískumeðvitaða fólki fyrr en einmitt á tískuvikunum, þegar allir birtast skyndilega á sama stað. Borgin er svo stór að á venjulegum dögum sérðu yfirleitt bara normið, þess vegna er þessi vika kærkomin tilbreyting tvisvar ár ári!Lilja Hrönn Helgadóttir.Ert þú að fara á einhverjar sýningar sjálf? Já, það er nóg að gera. Sýningarnar sem ég fer á eru hjá minni merkjunum sem eru enn að vinna sér sess á LFW og vilja fá eins mikla umfjöllun og þau geta, þá leyfa þau litlum bloggurum eins og mér, og Katrínu sem bloggar líka á síðunni, að koma. Það er æðislegt að fá að taka þátt í þessari viku, og mér þykir voðalega vænt um að fá þessi boðskort sem ég fæ og ætla að reyna vera dugleg að fara á allar sýningarnar og skrifa um þær á blogginu. Það getur verið mjög erfitt að fá aðgang að sýningum stærstu tískuhúsanna, þar sem þau fá sjálfgefna umfjöllun á stærstu tískumiðlunum eins og Vogue og Style.comTískudívurnar taka yfir Lundúnaborg á tískvikunni.
Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira