Endurkoman Magnús Halldórsson skrifar 17. febrúar 2013 12:00 Í öllum aðstæðum, hversu ómögulegar sem þær virðast vera, felast tækifæri. Þrátt fyrir ótrúlegar efnahagslegar hamfarir á undanförnum fimm árum í heiminum, sem ekki sér fyrir endann á, þá eru dæmi um að fyrirtæki hafi náð undraverðum árangri með útsjónarsemi og vel heppnaða markaðssetningu að leiðarljósi. Ég hef sjálfur orðið var við endukomu hjá dönsku fyrirtæki, sem hefur með margvíslegum hætti gert innrás á heimili mitt undanfarin misseri. Það er danska fyrirtækið Lego. Sonur minn varð sex ára 18. janúar síðastliðinn og þriðja hver gjöf sem hann fékk í afmælisgjöf frá félögunum á leikskólanum var frá Lego, og var hann alltaf jafn ánægður þegar nýtt Lego dót bættist í safnið. Ég ákvað að athuga hvort tilfinning mín um að Lego ætti nú mikla og árangursríka „endurkomu" (Lego var í tísku þegar ég var lítill) á dótamarkaðinn, ætti við rök að styðjast. Sú er nú aldeilis raunin. Ekki eru mörg ár síðan Lego átti í erfiðleikum, sagði upp starfsfólki og var lent í öngstræti með rótgróna ímynd sína, sem margir Íslendingar tengja við Legoland í Billund. Leikföng fyrirtækisins þóttu stöðnuð og urðu undir í samkeppni við nýjar tegundir leikfanga, ekki síst ný ofurmenni frá Ameríku.Lego Star Wars hefur notið gríðarlegra vinsælda, bæði Lego dótið og tölvuleikirnir. Hvoru tveggja er til á mínu heimili.Nokkrar ákvarðanir skiptu sköpum hjá Lego, samkvæmt upplýsingum úr ársreikningum fyrirtækisins, þ.e. skýrslu stjórnar, og viðtölum við stjórnendur sem birst hafa í fjölmiðlum.Fyrirtækið ákvað, fyrir tæpum áratug, að leita nýrra leiða til þess að afla tekna, en þær höfðu að mestu falist í sölu á leikföngum úr lego-kubbum, og síðan tekjum af sölu inn í skemmtigarða fyrirtækisins. Úr varð að fyrirtækið ákvað að fara í samstarf við önnur fyrirtækið, þar sem markmiðið væri árangur fyrir báða aðila (win win).Í kjölfarið gerði Lego samninga við fjölmörg fyrirtæki í afþreyingariðnaði og leikfangaframleiðslu. Á grundvelli þessara samninga fetaði Lego sig inn á tölvuleikjamarkaðinn, nýtti internetið til markaðssetningar og reyndi að stækka markhópinn, þ.e. að búa til áhuga á vörum Lego hjá eldri börnum en fyrir voru stærsti áhugahópurinn.Markaðssetning á leikföngum er krefjandi þar sem hún snýst um að búa til áhuga hjá börnum, sem síðan þurfa að bera áhugann til kaupendanna, foreldranna þar ekki síst. Þetta gekk vonum framar hjá Lego.Þegar samfélagsmiðlarnir hófu að breyta lífi fólks (um svipað leyti og fjármálamarkaðir um allan heim riðuðu til falls með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á efnahagslíf heimsins) og hvernig það hafði áhrif á samskipti, ákvað markaðsdeild Lego að nýta sér þá hratt. Ekki síst Youtube, með metnaðarfullum kynningarmyndböndum þar sem samstarfssamningar Lego við önnur rótgróin fyrirtækið í afþreyingariðnaði voru grunnurinn að möguleikanum. Skyndilega komust rótgrónar söguhetjur úr ævintýraheimi leikfanganna fram í nýjum Lego-búningi. Lego Batman. Lego Star Wars, og fleiri.Tölvuleikjaheimurinn tók endurkomu Lego-kallanna vel, og fullkomnaði endurkomuna. Tölvuleikir á grunni samstarfs Lego við önnur fyrirtæki, hafa skilað miklum ávinningi fyrir báða aðila samstarfsins. Ekki síst leikir í vasatölvum Nintendo.Skemmtigarðar Lego hafa glæðst nýju lífi, með „endurkomunni", og gestum hefur fjölgað mikið. En hvernig lítur þessi endurkoma Lego út í efnhagsreikningi fyrirtækisins? Til þess að gera langa sögu stutta, þá lítur hún svona út: Árið 2004 námu heildartekjur Lego 6,2 milljörðum danskra króna (dönsk króna 23 krónur íslenskar), og tap af rekstri nam 1,8 milljarði danskra króna það árið. Árið 2006 námu heildartekjur 7,7 milljörðum danskra króna og hagnaðurinn var 1,3 milljarðar danskra króna. Árið 2008, hrunárið mikla á alþjóðamörkuðum, námu heildartekjur fyrirtækiðsins 9,5 milljörðum danskra króna, og hagnaðurinn 1,35 milljörðum danskra króna. Árið 2010 námu heildartekjur fyrirtækisins 16,2 milljarði danskra króna, og hagnaðurinn nam 3,7 milljörðum danskra króna. Árið 2011 námu heildartekjur fyrirtækisins 18,7 milljörðum danskra króna (430 milljarðar íslenskra króna) og hagnaðurinn nam 4,1 milljarði danskra króna. Endanlegar tölur fyrir árið 2012 liggja ekki fyrir enn, en vöxtur og áframhaldandi árangur einkenndi það ár, samkvæmt fréttum. Það má svo bæta því við, til frekari upplýsingar, að Lego hefur eina skýra Íslandstengingu, fyrir utan Lego-lands heimsóknir Íslendinga í gegnum tíðina og síðan gjafapakka-tenginguna sem íslenskar fjölskyldur kannast líklega við (þetta er væntanlega alls ekki bara bundið við mig!). Stjórnarformaður Lego frá 2008, sem ber mikla ábyrgð á þessari djörfu og vel heppnuðu ákvarðanatöku innan fyrirtækisins, er Niels Jacobssen, stjórnarformaður Össurar og forstjóri William Demant Holding, sem er stærsti hluthafi bæði Össurar og Lego. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í öllum aðstæðum, hversu ómögulegar sem þær virðast vera, felast tækifæri. Þrátt fyrir ótrúlegar efnahagslegar hamfarir á undanförnum fimm árum í heiminum, sem ekki sér fyrir endann á, þá eru dæmi um að fyrirtæki hafi náð undraverðum árangri með útsjónarsemi og vel heppnaða markaðssetningu að leiðarljósi. Ég hef sjálfur orðið var við endukomu hjá dönsku fyrirtæki, sem hefur með margvíslegum hætti gert innrás á heimili mitt undanfarin misseri. Það er danska fyrirtækið Lego. Sonur minn varð sex ára 18. janúar síðastliðinn og þriðja hver gjöf sem hann fékk í afmælisgjöf frá félögunum á leikskólanum var frá Lego, og var hann alltaf jafn ánægður þegar nýtt Lego dót bættist í safnið. Ég ákvað að athuga hvort tilfinning mín um að Lego ætti nú mikla og árangursríka „endurkomu" (Lego var í tísku þegar ég var lítill) á dótamarkaðinn, ætti við rök að styðjast. Sú er nú aldeilis raunin. Ekki eru mörg ár síðan Lego átti í erfiðleikum, sagði upp starfsfólki og var lent í öngstræti með rótgróna ímynd sína, sem margir Íslendingar tengja við Legoland í Billund. Leikföng fyrirtækisins þóttu stöðnuð og urðu undir í samkeppni við nýjar tegundir leikfanga, ekki síst ný ofurmenni frá Ameríku.Lego Star Wars hefur notið gríðarlegra vinsælda, bæði Lego dótið og tölvuleikirnir. Hvoru tveggja er til á mínu heimili.Nokkrar ákvarðanir skiptu sköpum hjá Lego, samkvæmt upplýsingum úr ársreikningum fyrirtækisins, þ.e. skýrslu stjórnar, og viðtölum við stjórnendur sem birst hafa í fjölmiðlum.Fyrirtækið ákvað, fyrir tæpum áratug, að leita nýrra leiða til þess að afla tekna, en þær höfðu að mestu falist í sölu á leikföngum úr lego-kubbum, og síðan tekjum af sölu inn í skemmtigarða fyrirtækisins. Úr varð að fyrirtækið ákvað að fara í samstarf við önnur fyrirtækið, þar sem markmiðið væri árangur fyrir báða aðila (win win).Í kjölfarið gerði Lego samninga við fjölmörg fyrirtæki í afþreyingariðnaði og leikfangaframleiðslu. Á grundvelli þessara samninga fetaði Lego sig inn á tölvuleikjamarkaðinn, nýtti internetið til markaðssetningar og reyndi að stækka markhópinn, þ.e. að búa til áhuga á vörum Lego hjá eldri börnum en fyrir voru stærsti áhugahópurinn.Markaðssetning á leikföngum er krefjandi þar sem hún snýst um að búa til áhuga hjá börnum, sem síðan þurfa að bera áhugann til kaupendanna, foreldranna þar ekki síst. Þetta gekk vonum framar hjá Lego.Þegar samfélagsmiðlarnir hófu að breyta lífi fólks (um svipað leyti og fjármálamarkaðir um allan heim riðuðu til falls með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á efnahagslíf heimsins) og hvernig það hafði áhrif á samskipti, ákvað markaðsdeild Lego að nýta sér þá hratt. Ekki síst Youtube, með metnaðarfullum kynningarmyndböndum þar sem samstarfssamningar Lego við önnur rótgróin fyrirtækið í afþreyingariðnaði voru grunnurinn að möguleikanum. Skyndilega komust rótgrónar söguhetjur úr ævintýraheimi leikfanganna fram í nýjum Lego-búningi. Lego Batman. Lego Star Wars, og fleiri.Tölvuleikjaheimurinn tók endurkomu Lego-kallanna vel, og fullkomnaði endurkomuna. Tölvuleikir á grunni samstarfs Lego við önnur fyrirtæki, hafa skilað miklum ávinningi fyrir báða aðila samstarfsins. Ekki síst leikir í vasatölvum Nintendo.Skemmtigarðar Lego hafa glæðst nýju lífi, með „endurkomunni", og gestum hefur fjölgað mikið. En hvernig lítur þessi endurkoma Lego út í efnhagsreikningi fyrirtækisins? Til þess að gera langa sögu stutta, þá lítur hún svona út: Árið 2004 námu heildartekjur Lego 6,2 milljörðum danskra króna (dönsk króna 23 krónur íslenskar), og tap af rekstri nam 1,8 milljarði danskra króna það árið. Árið 2006 námu heildartekjur 7,7 milljörðum danskra króna og hagnaðurinn var 1,3 milljarðar danskra króna. Árið 2008, hrunárið mikla á alþjóðamörkuðum, námu heildartekjur fyrirtækiðsins 9,5 milljörðum danskra króna, og hagnaðurinn 1,35 milljörðum danskra króna. Árið 2010 námu heildartekjur fyrirtækisins 16,2 milljarði danskra króna, og hagnaðurinn nam 3,7 milljörðum danskra króna. Árið 2011 námu heildartekjur fyrirtækisins 18,7 milljörðum danskra króna (430 milljarðar íslenskra króna) og hagnaðurinn nam 4,1 milljarði danskra króna. Endanlegar tölur fyrir árið 2012 liggja ekki fyrir enn, en vöxtur og áframhaldandi árangur einkenndi það ár, samkvæmt fréttum. Það má svo bæta því við, til frekari upplýsingar, að Lego hefur eina skýra Íslandstengingu, fyrir utan Lego-lands heimsóknir Íslendinga í gegnum tíðina og síðan gjafapakka-tenginguna sem íslenskar fjölskyldur kannast líklega við (þetta er væntanlega alls ekki bara bundið við mig!). Stjórnarformaður Lego frá 2008, sem ber mikla ábyrgð á þessari djörfu og vel heppnuðu ákvarðanatöku innan fyrirtækisins, er Niels Jacobssen, stjórnarformaður Össurar og forstjóri William Demant Holding, sem er stærsti hluthafi bæði Össurar og Lego.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun