Körfubolti

Eigandi Lakers látinn

Buss ásamt Kobe Bryant.
Buss ásamt Kobe Bryant.
Jerry Buss, eigandi körfuboltaliðsins Los Angeles Lakers, lést í dag. Hann var 80 ára gamall. Lakers vann tíu NBA-titla í eigendatíð hans.

Buss hafði verið að glíma við krabbamein og greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því í síðustu viku að hann væri alvarlega veikur.

Lakers vann NBA-titilinn árin 1980, 1982, 1985, 1987, 1988, 2000, 2001, 2002, 2009 og 2010. Margir af bestu leikmönnum í sögu NBA-deildarinnar léku með félaginu í eigendatíð Buss.

Buss keypti Lakers, íshokkyliðið LA Kings og Forum-höllina árið 1979 á 67,5 milljónir dollara. Verðmæti Lakers í dag er yfir einn milljarð bandaríkjadollara.

Börn Buss, Jim og Jeanie, stýra félaginu saman í dag.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×