Toyota og Lexus seldu 109.000 tvinnbíla í Evrópu í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 20. febrúar 2013 08:45 Vinsældir tvinnbíla hafa aldrei verið meiri en í fyrra Bliknar þó í samanburði við sölu þeirra í Bandaríkjunum. Í fyrra fór tala þeirra tvinnbíla (Hybrid) sem Toyota og Lexus seldu í Evrópu einni í fyrsta sinn yfir eitt hundrað þúsund bíla markið. Jókst sala á tvinnbílum merkjanna tveggja um 29% á síðasta ári. Toyota seldi um þrjá fjórða en Lexus fjórðung. Af þeim Lexus bílum sem seldust í Evrópu í fyrra voru 90% þeirra með tvinntækni og hefur Lexus merkið mikla sérstöðu hvað það varðar. Þessar tölur blikna þó í samanburði við sölu Toyota og Lexus á tvinnbílum í Bandaríkjunum í fyrra, en þar seldust 327.000 slíkir, Lexus með 38.000 þeirra. Var það 60% allra tvinnbíla sem seldust í álfunni. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent
Bliknar þó í samanburði við sölu þeirra í Bandaríkjunum. Í fyrra fór tala þeirra tvinnbíla (Hybrid) sem Toyota og Lexus seldu í Evrópu einni í fyrsta sinn yfir eitt hundrað þúsund bíla markið. Jókst sala á tvinnbílum merkjanna tveggja um 29% á síðasta ári. Toyota seldi um þrjá fjórða en Lexus fjórðung. Af þeim Lexus bílum sem seldust í Evrópu í fyrra voru 90% þeirra með tvinntækni og hefur Lexus merkið mikla sérstöðu hvað það varðar. Þessar tölur blikna þó í samanburði við sölu Toyota og Lexus á tvinnbílum í Bandaríkjunum í fyrra, en þar seldust 327.000 slíkir, Lexus með 38.000 þeirra. Var það 60% allra tvinnbíla sem seldust í álfunni.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent