Af hverju seljast ekki dísilbílar í Bandaríkjunum? 3. febrúar 2013 12:30 Skortur á samkeppni leiddi til frjálslegrar verðlagningar. Bandaríkin ættu að vera heimavígi díselolíunnar. Dísilvélar ættu einmitt að henta Bandaríkjamönnum best, því þar aka bíleigendur langar vegalengdir eftir beinum og breiðum hraðbrautum og við slíkar aðstæður eru dísilvélar á heimavelli, á lágum snúningi og eyða litlu. En af hverju keyra svo til allir íbúar Bandaríkjanna á bensínbílum? Skýringin er sú að fáar eldsneytisstöðvar hafa gegnum tíðina boðið dísilolíu og fyrir vikið hefur engin verðsamkeppni myndast á dísilolíu og það hefur leitt til frjálslegrar og hressilegrar álagningar á henni. Nokkuð fáránleg skýring, en sönn engu að síður. Þessa skýringu mátti finna í mörgum löndum Evrópu fyrir um 30 árum síðan og því má segja að Bandaríkjamenn séu þremur áratugum á eftir tímanum hvað þetta varðar. Framboð á dísilolíu hefur aukist þar undanfarið eftir að þeir gerðu sér grein fyrir kostum dísilvéla í fólksbílum en mjög langt er í land að þeir jafni það hlutfall sem er í Evrópu milli dísilbíla og bensínbíla. Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent
Skortur á samkeppni leiddi til frjálslegrar verðlagningar. Bandaríkin ættu að vera heimavígi díselolíunnar. Dísilvélar ættu einmitt að henta Bandaríkjamönnum best, því þar aka bíleigendur langar vegalengdir eftir beinum og breiðum hraðbrautum og við slíkar aðstæður eru dísilvélar á heimavelli, á lágum snúningi og eyða litlu. En af hverju keyra svo til allir íbúar Bandaríkjanna á bensínbílum? Skýringin er sú að fáar eldsneytisstöðvar hafa gegnum tíðina boðið dísilolíu og fyrir vikið hefur engin verðsamkeppni myndast á dísilolíu og það hefur leitt til frjálslegrar og hressilegrar álagningar á henni. Nokkuð fáránleg skýring, en sönn engu að síður. Þessa skýringu mátti finna í mörgum löndum Evrópu fyrir um 30 árum síðan og því má segja að Bandaríkjamenn séu þremur áratugum á eftir tímanum hvað þetta varðar. Framboð á dísilolíu hefur aukist þar undanfarið eftir að þeir gerðu sér grein fyrir kostum dísilvéla í fólksbílum en mjög langt er í land að þeir jafni það hlutfall sem er í Evrópu milli dísilbíla og bensínbíla.
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent