Formúla 1

Nítján mót staðfest í Formúlu 1 2013

Birgir Þór Harðarson skrifar
Ecclestone hefur yfirumsjón með því að skipuleggja keppnisvertíðina í Formúlu 1.
Ecclestone hefur yfirumsjón með því að skipuleggja keppnisvertíðina í Formúlu 1. nordicphotos/afp
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur nú staðfest að aðeins 19 mót verða á dagskrá Formúlu 1 árið 2013. Ecclestone hefur undanfarnar vikur reynt að finna tuttugasta mótshaldarann en það hefur ekki gengið.

Ecclestone sagði í janúar að hann hefði verið í viðræðum við mótshaldara í Austurríki, Tyrklandi og Portúgal. Ekkert þessara landa mun halda kappakstur árið 2013.

Upphaflega voru 20 mót staðfest fyrir keppnistímabilið í ár en þegar mótshaldarar í New Jersey lýstu því yfir að þeir gætu ekki gert allt klárt fyrir skipulagðan mótsdag í júlí urðu mótin 19. Á tímabili var þýski kappaksturinn einnig í hættu vegna fjárhagsvandræða mótshaldara á Nürburgring. Þýski kappaksturinn verður þrátt fyrir allt haldinn þar 7. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×