Helgarmaturinn - Indversk kjúklingasúpa 8. febrúar 2013 11:00 Berglind Hreiðarsdóttir, mannauðsstjóri World Class. Berglind Hreiðarsdóttir, mannauðsstjóri World Class, situr ekki auðum höndum í eldhúsinu en það vita allir sem til hennar þekkja. Hún deilir hér uppskrift að dásamlegri vetrarsúpu. Indversk kjúklingasúpa Fyrir sex Innihald:5-6 kjúklingabringur2-3 stk. sætar kartöflur2 stk. rauðar paprikur (skornar í ræmur)1 stk. púrrulaukur (skorinn í ræmur)3 stk. hvítlauksgeirar (saxaðir)1-3 msk. karrí3-4 msk. olía2 flöskur Heinz-chilisósa400 g rjómaostur5 dl matreiðslurjómi1 l vatn (jafnvel meira)Um 1 msk. rósmarínUm 2 msk. Eftirlæti hafmeyjunnar (Pottagaldrar)Um 1-2 teningar kjúklingakraftur Aðferð: Setjið vatn, chilisósurnar, rjómaost, rjóma, kjúklingakraft og krydd (rósmarín og Eftirlæti hafmeyjunnar) í pott og látið malla. Best er að rjómaosturinn bráðni alveg og svo má þynna súpuna með vatni ef hún þykir of þykk. Skerið þar á eftir sætu kartöflurnar í hæfilega stóra teninga og setjið út í súpuna, mallið áfram. Því næst eru paprika, púrrulaukur og hvítlaukur steikt upp úr karríi og olíu og bætt í pottinn. Þetta allt látið malla þar til kartöfluteningarnir verða mjúkir. Á meðan eru kjúklingabringurnar skornar í bita og steiktar á pönnu, kryddaðar með salti og pipar og bætt við, látið malla áfram í um 10 mínútur og þá er súpan tilbúin. Frábært er að bera þessa súpu fram með naan-brauði eða öðru slíku. Eins og með margar súpur er þessi súpa alveg jafn góð, ef ekki betri, næsta dag. Kjúklingur Súpur Uppskriftir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið
Berglind Hreiðarsdóttir, mannauðsstjóri World Class, situr ekki auðum höndum í eldhúsinu en það vita allir sem til hennar þekkja. Hún deilir hér uppskrift að dásamlegri vetrarsúpu. Indversk kjúklingasúpa Fyrir sex Innihald:5-6 kjúklingabringur2-3 stk. sætar kartöflur2 stk. rauðar paprikur (skornar í ræmur)1 stk. púrrulaukur (skorinn í ræmur)3 stk. hvítlauksgeirar (saxaðir)1-3 msk. karrí3-4 msk. olía2 flöskur Heinz-chilisósa400 g rjómaostur5 dl matreiðslurjómi1 l vatn (jafnvel meira)Um 1 msk. rósmarínUm 2 msk. Eftirlæti hafmeyjunnar (Pottagaldrar)Um 1-2 teningar kjúklingakraftur Aðferð: Setjið vatn, chilisósurnar, rjómaost, rjóma, kjúklingakraft og krydd (rósmarín og Eftirlæti hafmeyjunnar) í pott og látið malla. Best er að rjómaosturinn bráðni alveg og svo má þynna súpuna með vatni ef hún þykir of þykk. Skerið þar á eftir sætu kartöflurnar í hæfilega stóra teninga og setjið út í súpuna, mallið áfram. Því næst eru paprika, púrrulaukur og hvítlaukur steikt upp úr karríi og olíu og bætt í pottinn. Þetta allt látið malla þar til kartöfluteningarnir verða mjúkir. Á meðan eru kjúklingabringurnar skornar í bita og steiktar á pönnu, kryddaðar með salti og pipar og bætt við, látið malla áfram í um 10 mínútur og þá er súpan tilbúin. Frábært er að bera þessa súpu fram með naan-brauði eða öðru slíku. Eins og með margar súpur er þessi súpa alveg jafn góð, ef ekki betri, næsta dag.
Kjúklingur Súpur Uppskriftir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið