Sport

Hvaða lið komast í Super Bowl?

Gulldrengurinn Brady verður í sviðsljósinu í nótt.
Gulldrengurinn Brady verður í sviðsljósinu í nótt. vísir/getty
Undanúrslit NFL-deildarinnar fara fram í kvöld og eru báðir leikir kvöldsins í beinni útsendingu á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland. Fyrri leikur kvöldsins hefst klukkan 20.00 en þá tekur Atlanta Falcons á móti San Francisco 49ers.

Atlanta-liðið hefur verið ótrúlega sterkt á heimavelli og lagt þar af velli mörg sterkust lið deildarinnar í vetur. Leikstjórnandi 49ers, Colin Kaepernick, er þó mikið ólíkindatól og getur klárað hvaða lið sem er á góðum degi.

Hann hefur þó ekki verið eins sterkur á útivelli eins og á heimavelli eftir að hann var gerður að aðalleikstjórnandi liðsins seinni hluta tímabilsins.

Síðari leikurinn hefst klukkan 23.30 en þá taka Tom Brady og félagar í New England Patriots á móti Ray Lewis og félögum í Baltimore Ravens.

Patriots mun sigurstranglegra liðið en Ravens kom verulega á óvart um síðustu helgi með því að leggja Peyton Manning og félaga á útivelli.

Ein mesta goðsögn í sögu deildarinnar, Ray Lewis hjá Baltimore, gæti verið að spila sinn síðasta leik í nótt en það er eins og Baltimore hafi fengið aukakraft eftir að hann gaf það út að hann myndi hætta.

Það er því hættulegt að afskrifa Baltimore og leikurinn í kuldanumí Foxboro gæti orðið æsispennandi.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×