Körfubolti

NBA: Oklahoma City vann uppgjör bestu liðanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Oklahoma City Thunder vann Los Angeles Clippers 109-97 í nótt í uppgjöri liðanna með besta árangurinn í NBA-deildinni í körfubolta en Thunder náði með því eins og hálfs leiks forskoti á Clippers í baráttunni um besta sigurhlutfallið og þar með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina.

Kevin Durant var með 32 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Oklahoma City Thunder og Russell Westbrook skoraði 26 stig. Serge Ibaka var með 17 stig.

Blake Griffin var með 31 stig og 11 fráköst en Clippers-liðið lék án leikstjórnandans frábæra Chris Paul. Los Angeles Clippers var fyrir leikinn búið að vinna fjóra leiki í röð á móti Thunder.

Efrir leikinn hefur Oklahoma City Thunder unnið 33 af 42 leikjum en Los Angeles Clippers er með 32 sigra og 11 töp.

Kyrie Irving sá nánast einsamall um Boston Celtics í nótt en þessi frábæri bakvörður skoraði 15 af 40 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Cleveland Cavaliers vann 95-90 heimasigur á Boston. Irving hitti úr 16 af 24 skotum sínum og gaf einnig 5 stoðsendingar.

Rajon Rondo var með 17 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Boston. Kevin Garnett var með 16 stig en Paul Pierce (12 stig) hitti aðeins úr 3 af 15 skotum sínum.

Úrslit úr öllum leikjum í NBA-deildinni í nótt:

Cleveland Cavaliers - Boston Celtics 95-90

Detroit Pistons - Orlando Magic 105-90

Milwaukee Bucks - Philadelphia 76Ers 110-102

Los Angeles Clippers - Oklahoma City Thunder 97-109



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×