Heitustu förðunartrend sumarsins Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 23. janúar 2013 12:00 Í vor og sumar verður af nógu að taka í förðunartískunni. Lífið fékk Ernu Hrund Hermannsdóttur, förðunarfræðing og bloggara hjá Trendnet.is, til að fara í gegnum sína uppáhalds förðunarstrauma í sumartískunni þetta árið ásamt því að gefa okkur góð ráð.Mattar litaðar varir: Litaðar varir verð alltaf vinsælar með hækkandi sól en verða frekar mattari í ár en áður. Það er þó ekki alltaf nauðsynlegt að fjárfesta í nýjum varalit, heldur er gott ráð að setja þunnt tissjú yfir varirnar eftir að varaliturinn er borinn á og strjúka yfir með litlausu púðri eftir á. Einnig er hægt að setja augnskugga í sama lit yfir varirnar.Mattar varir sáust hjá: Burberry Prorsum, Missoni, Prada, Giles og Dries Van Noten.Litrík augu: Sumarlegir og litríkir augnskuggar, eyelinerar og maskarar verða mjög áberandi í sumar. Hjá mörgum hönnuðum voru litirnir notaðir á óvenjulegan hátt, t.d. augnskuggi og maskari í sama lit. Til að halda litunum fallegum og sterkum allan daginn er mjög mikilvægt að nota primer á augnlokin.Litrík augu sáust hjá: Michel Kors, Dior, Anna Sui og Donnu Karan.Sjöundi áratugurinn: Áhrif sjöunda áratugarins voru virkilega áberandi en það var engu líkara en að Twiggy sjálf gengi tískupallana hjá nokkrum hönnuðum. Til að ná 60´s lúkkinu er lykilatriði að skyggja globuslínuna vel með dökkum augnskugga, setja nóg af maskara á augnhárin og ef þið eruð í stuði, setja stök augnhár meðfram neðri augnhárunum til að toppa lúkkið.Áhrif sjöunda áratugsins sáust hjá: Marc Jacobs, Moschino og Louis Vuitton.Nude lúkk: Fullkomin, lýtalaus húð er lykilatriði í nude lúkkinu sem verður áberandi í sumar. Að mínu mati er nauðsynlegt að eiga gott BB krem, og jafnvel að nota það sem primer og setja léttan farða yfir. Ég mæli með BB prep – primer frá MAC og Lumi farðanum frá L'oreal.Nude lúkið sást hjá: Alexander Wang, Alexander McQueen, Roberto Cavalli, Valentino og Balmain.Þykk augnhár: Þetta trend er í miklu uppáhaldi hjá mér fyrir sumarið. Þétt gerviaugnhár eru nauðsynleg fyrir kvöldförðunina. Dags daglega er sniðugt að blekkja augað með því að setja dökka eyelinerlínu bara meðfram efri augnhárunum og þá virðast þau vera þykkari. Þá er líka hægt að nota vatnsheldan eða smitfrían eyeliner til að koma í veg fyrir að línan renni til í sólinni. Svo verður þykkingarmaskari alveg nauðsynlegur, en ég mæli með möskurum sem eru með þéttum og löngum hárum á greiðunni eins og Colossal frá Maybelline eða Diorshow Exstase.Þykk augnhár sáust hjá: Gucci, Armani, Versace, Alltuzarra, og Ralph Lauren. Hægt er að fylgjast með Ernu blogga um snyrtivörur, farðanir og tísku á trendnet.is/reykjavikfashionjournalErna Hrund. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Í vor og sumar verður af nógu að taka í förðunartískunni. Lífið fékk Ernu Hrund Hermannsdóttur, förðunarfræðing og bloggara hjá Trendnet.is, til að fara í gegnum sína uppáhalds förðunarstrauma í sumartískunni þetta árið ásamt því að gefa okkur góð ráð.Mattar litaðar varir: Litaðar varir verð alltaf vinsælar með hækkandi sól en verða frekar mattari í ár en áður. Það er þó ekki alltaf nauðsynlegt að fjárfesta í nýjum varalit, heldur er gott ráð að setja þunnt tissjú yfir varirnar eftir að varaliturinn er borinn á og strjúka yfir með litlausu púðri eftir á. Einnig er hægt að setja augnskugga í sama lit yfir varirnar.Mattar varir sáust hjá: Burberry Prorsum, Missoni, Prada, Giles og Dries Van Noten.Litrík augu: Sumarlegir og litríkir augnskuggar, eyelinerar og maskarar verða mjög áberandi í sumar. Hjá mörgum hönnuðum voru litirnir notaðir á óvenjulegan hátt, t.d. augnskuggi og maskari í sama lit. Til að halda litunum fallegum og sterkum allan daginn er mjög mikilvægt að nota primer á augnlokin.Litrík augu sáust hjá: Michel Kors, Dior, Anna Sui og Donnu Karan.Sjöundi áratugurinn: Áhrif sjöunda áratugarins voru virkilega áberandi en það var engu líkara en að Twiggy sjálf gengi tískupallana hjá nokkrum hönnuðum. Til að ná 60´s lúkkinu er lykilatriði að skyggja globuslínuna vel með dökkum augnskugga, setja nóg af maskara á augnhárin og ef þið eruð í stuði, setja stök augnhár meðfram neðri augnhárunum til að toppa lúkkið.Áhrif sjöunda áratugsins sáust hjá: Marc Jacobs, Moschino og Louis Vuitton.Nude lúkk: Fullkomin, lýtalaus húð er lykilatriði í nude lúkkinu sem verður áberandi í sumar. Að mínu mati er nauðsynlegt að eiga gott BB krem, og jafnvel að nota það sem primer og setja léttan farða yfir. Ég mæli með BB prep – primer frá MAC og Lumi farðanum frá L'oreal.Nude lúkið sást hjá: Alexander Wang, Alexander McQueen, Roberto Cavalli, Valentino og Balmain.Þykk augnhár: Þetta trend er í miklu uppáhaldi hjá mér fyrir sumarið. Þétt gerviaugnhár eru nauðsynleg fyrir kvöldförðunina. Dags daglega er sniðugt að blekkja augað með því að setja dökka eyelinerlínu bara meðfram efri augnhárunum og þá virðast þau vera þykkari. Þá er líka hægt að nota vatnsheldan eða smitfrían eyeliner til að koma í veg fyrir að línan renni til í sólinni. Svo verður þykkingarmaskari alveg nauðsynlegur, en ég mæli með möskurum sem eru með þéttum og löngum hárum á greiðunni eins og Colossal frá Maybelline eða Diorshow Exstase.Þykk augnhár sáust hjá: Gucci, Armani, Versace, Alltuzarra, og Ralph Lauren. Hægt er að fylgjast með Ernu blogga um snyrtivörur, farðanir og tísku á trendnet.is/reykjavikfashionjournalErna Hrund.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira