Körfubolti

Pelíkanarnir með NBA-deildinni á næstu leiktíð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/NordicPhotos/Getty
NBA-liðið New Orleans Hornets mun halda blaðamannafund í dag þar sem félagið mun tilkynna um nýtt nafn, nýtt merki og nýja liti sem New Orleans liðið mun nota frá og með næsta tímabili.

Það hefur legið í loftinu að New Orleans myndi gera stórar "útlitsbreytingar" síðan að Tom Benson keypti félagið 14. apríl í fyrra en nýi eigandinn leyndi því ekkert að stefna hans var að tengja félagið meira við hefð og stemmningu New Orleans borgar.

New Orleans Hornets mun því heita New Orleans Pelicans frá og með næsta tímabili og litir félagsins verða blár, gull og rauður. Pelíkaninn er fylkisfuglinn í Louisiana og það er þekkt sem Pelíkana-fylkið.

New Orleans Hornets hét áður Charlotte Hornets en flutti suður til New Orleans árið 2002.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×