Körfubolti

Rajon Rondo frá út tímabilið

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Það er sjónvarsviptir af Rondo
Það er sjónvarsviptir af Rondo Mynd/Nordic Photos/Getty
Rajon Rondo leikmaður Boston Celtics í NBA körfuboltanum er með slitið krossband og leikur ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Rondo var í skoðun á sama tíma og Celtics tekur á móti Miami Heat og kom fram í útsendingun á Stöð 2 Sport að hann sé með slitið krossband.

Rondo hefur leikið frábærlega fyrir Celtics undanfarin ár og verið besti leikmaður liðsins og leiðtogi. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir Celtics og verður að teljast ólíklegt að liðið komist í úrslitakeppnina án hans.

Rondo hefur skorað 13,7 stig á meðaltali á tímabilinu, gefið 11,1 stoðsendingu, hirt 5,6 fráköst og stolið 1,84 boltum að jafnaði í leik og því ljóst að aðrir leikmenn þurfa að stíga hressilega upp til að bæta í það gat sem Rondo skilur eftir sig.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×