Á að selja allt? Magnús Halldórsson skrifar 10. janúar 2013 14:00 Spurningin sem eðlilegt er að fjárfestar spyrji sig, þegar kemur að hlutabréfamarkaðnum, er hvort það sé innistæða fyrir hækkunum sem hafa einkennt allar nýskráningarnar eftir hrunið fyrir rúmum fjórum árum. Icelandair Group var endurskráð á markað árið 2010 á genginu 2,5. Það er nú, þegar þetta er skrifað, 9,1. Hagar var skráð á markað í upphafi síðasta árs á genginu 13,5. Það er nú 25,5. Eimskipafélag Íslands var skráð á markað fyrir tveimur mánuðum á genginu 208. Það er nú 251. Fasteignafélagið Reginn var skráð á markað sumarið 2012 á genginu 8,2. Gengið er nú 11,96. Svo dæmi séu tekin, um miklar hækkanir. Að einhverju leyti var þetta fyrirsjáanlegt. Hlutabréfamarkaðurinn hrundi nær alveg með fjármálakerfinu. Að auki grynnkaði markaðurinn mikið. Þessar ytri aðstæður eiga að geta leitt til töluverðrar viðspyrnu og ávöxtunar fyrir fjárfesta, þegar hlutabréfamarkaðurinn spyrnir sér frá botni. Annað er síðan verðlagningin við skráningu. Margir þeirra sem ég hef rætt við segja að verðmiðinn á Högum hafi verið mjög lágur við skráningu, miðað við rekstrarkennitölur. Það sama á við um endurskráningu Icelandair, þar sem gengið var 2,5. En hvað er rétt verð? Tvö dæmi:Heilbrigð skynsemi gæti sagt manni að eðlilegt væri að rekstur Eimskipafélagsins væri háður hagvaxtarstiginu (inn og útflutningur) í landinu, og að markaðsvirði félagsins ætti ekki að taka kollsteypum upp á við ef hagvöxtur er ekki þeim mun meiri. Þetta er hins vegar bara einn mælikvarði af mörgum.Hlutabréf í fasteignafélaginu Regin ættu líka að vera ígildi verðtryggðrar eignar, þar sem leigutekjur félagsins byggjast ekki síst á verðtryggðum leigusamningum. Markaðsvirðið ætti heldur ekki að hækka langt umfram það, ef rekstrarkennitölurnar eru ekki að sýna þeim mun meiri arðsemi. Aftur; þetta er bara einn mælikvarði af mörgum. Ekkert er þó algilt í þessum efnum. Punkturinn er kannski ekki síst þessi; það er erfitt að segja til um verðið, og það er enginn sem veit rétta svarið. Ekki á neinum tímapunkti. Allt er þetta spurning um stefnu og mat fjárfesta, á hverjum tíma, út frá gefnum forsendum. Á Íslandi eru fjármagnshöft. Hagfræðingar fullyrða, með nokkuð sannfærandi rökum, að þau bjagi eignaverð og geti búið til eignabólur eftir því sem þau eru lengur til staðar. Höftin gera matið á því hvað eignir kosta muna erfiðara. Þau geta síðan líkað skapað „falskt" eftirspurnarumhverfi, segja hagfræðingar. Peningar leita í eignaflokka sem þeir myndu ekki leita í ef ekki væri fyrir höftin, osvfrv. Ekkert skal fullyrt um að hlutabréfamarkaðurinn hér sé að sýna einkenni þess að höftin séu farin að bjaga eignaverð, enda veit það engin fyrir víst. Það verður forvitnilegt að sjá hversu lengi greinendur og ráðgjafar munu ráðleggja fjárfestum, ekki síst íslensku lífeyrissjóðunum, að kaupa hlutabréf á Íslandi innan hafta á grundvelli verðmata þar um. Sá sem verður fyrstur til þess að segja; „seljið öll hlutabréfin ykkar, markaðsvirði félaga er óeðlilega hátt, það er augljós bóla á markaðnum, komið fénu í skjól (ef það er þá til)" - verður í upphafi kannski einangruð rödd. Hrópandi í eyðimörk, sem fær skammir í hattinn. Kannski er bráðvöntun á því að það sé hægt að skortselja hlutabréf? Það er mikilvægt að umræða um mögulega bjögun á eignaverði vegna hafta sé opin og hreinskilin, að því er mér finnst. Því efnahagsbólur varða þjóðarhag, og veruleikinn blasir aldrei almennilega við fyrr en þær eru sprungnar. Fyrst akademískar kenningar hagfræðinnar eru á þá leið, að höft búi til bólur sem síðan springi, þá þarf umræðan um þær að vera lifandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Spurningin sem eðlilegt er að fjárfestar spyrji sig, þegar kemur að hlutabréfamarkaðnum, er hvort það sé innistæða fyrir hækkunum sem hafa einkennt allar nýskráningarnar eftir hrunið fyrir rúmum fjórum árum. Icelandair Group var endurskráð á markað árið 2010 á genginu 2,5. Það er nú, þegar þetta er skrifað, 9,1. Hagar var skráð á markað í upphafi síðasta árs á genginu 13,5. Það er nú 25,5. Eimskipafélag Íslands var skráð á markað fyrir tveimur mánuðum á genginu 208. Það er nú 251. Fasteignafélagið Reginn var skráð á markað sumarið 2012 á genginu 8,2. Gengið er nú 11,96. Svo dæmi séu tekin, um miklar hækkanir. Að einhverju leyti var þetta fyrirsjáanlegt. Hlutabréfamarkaðurinn hrundi nær alveg með fjármálakerfinu. Að auki grynnkaði markaðurinn mikið. Þessar ytri aðstæður eiga að geta leitt til töluverðrar viðspyrnu og ávöxtunar fyrir fjárfesta, þegar hlutabréfamarkaðurinn spyrnir sér frá botni. Annað er síðan verðlagningin við skráningu. Margir þeirra sem ég hef rætt við segja að verðmiðinn á Högum hafi verið mjög lágur við skráningu, miðað við rekstrarkennitölur. Það sama á við um endurskráningu Icelandair, þar sem gengið var 2,5. En hvað er rétt verð? Tvö dæmi:Heilbrigð skynsemi gæti sagt manni að eðlilegt væri að rekstur Eimskipafélagsins væri háður hagvaxtarstiginu (inn og útflutningur) í landinu, og að markaðsvirði félagsins ætti ekki að taka kollsteypum upp á við ef hagvöxtur er ekki þeim mun meiri. Þetta er hins vegar bara einn mælikvarði af mörgum.Hlutabréf í fasteignafélaginu Regin ættu líka að vera ígildi verðtryggðrar eignar, þar sem leigutekjur félagsins byggjast ekki síst á verðtryggðum leigusamningum. Markaðsvirðið ætti heldur ekki að hækka langt umfram það, ef rekstrarkennitölurnar eru ekki að sýna þeim mun meiri arðsemi. Aftur; þetta er bara einn mælikvarði af mörgum. Ekkert er þó algilt í þessum efnum. Punkturinn er kannski ekki síst þessi; það er erfitt að segja til um verðið, og það er enginn sem veit rétta svarið. Ekki á neinum tímapunkti. Allt er þetta spurning um stefnu og mat fjárfesta, á hverjum tíma, út frá gefnum forsendum. Á Íslandi eru fjármagnshöft. Hagfræðingar fullyrða, með nokkuð sannfærandi rökum, að þau bjagi eignaverð og geti búið til eignabólur eftir því sem þau eru lengur til staðar. Höftin gera matið á því hvað eignir kosta muna erfiðara. Þau geta síðan líkað skapað „falskt" eftirspurnarumhverfi, segja hagfræðingar. Peningar leita í eignaflokka sem þeir myndu ekki leita í ef ekki væri fyrir höftin, osvfrv. Ekkert skal fullyrt um að hlutabréfamarkaðurinn hér sé að sýna einkenni þess að höftin séu farin að bjaga eignaverð, enda veit það engin fyrir víst. Það verður forvitnilegt að sjá hversu lengi greinendur og ráðgjafar munu ráðleggja fjárfestum, ekki síst íslensku lífeyrissjóðunum, að kaupa hlutabréf á Íslandi innan hafta á grundvelli verðmata þar um. Sá sem verður fyrstur til þess að segja; „seljið öll hlutabréfin ykkar, markaðsvirði félaga er óeðlilega hátt, það er augljós bóla á markaðnum, komið fénu í skjól (ef það er þá til)" - verður í upphafi kannski einangruð rödd. Hrópandi í eyðimörk, sem fær skammir í hattinn. Kannski er bráðvöntun á því að það sé hægt að skortselja hlutabréf? Það er mikilvægt að umræða um mögulega bjögun á eignaverði vegna hafta sé opin og hreinskilin, að því er mér finnst. Því efnahagsbólur varða þjóðarhag, og veruleikinn blasir aldrei almennilega við fyrr en þær eru sprungnar. Fyrst akademískar kenningar hagfræðinnar eru á þá leið, að höft búi til bólur sem síðan springi, þá þarf umræðan um þær að vera lifandi.