Jeep aldrei selst betur 11. janúar 2013 10:30 Jeep Grand Cherokee Salan í Kína jókst um 107% Allar bílgerðir Chrysler hafa átt velgengi að fagna frá því Chrysler var bjargað frá gjaldþroti árið 2009. Vöxtur í sölu fyrirtækisins nam 21% á liðnu ári, eitthvað sem fáir aðrir bílaframleiðendur léku eftir. Eitt af undirmerkjum Chrysler, Jeep, gekk fádæma vel og seldi fleiri bíla en nokkurt annað ár, eða 701.626 bíla. Fyrra metið var frá árinu 1999, 675.494 bílar. Mest seldi bíll Jeep í fyrra var Jeep Grand Cherokee, sem talsvert er til af hér á landi af ýmsum árgerðum þó. Hann seldist í 223.196 eintökum og í öðru sæti var Jeep Wrangler með 194.142 eintök seld. Sala Jeep í Kína óx um 107% frá árinu 2011. Búist er við áframhaldandi velgengni Jeep á þessu ári og verða kynntar nýjar bílgerðir sem aukið geta söluna enn. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent
Salan í Kína jókst um 107% Allar bílgerðir Chrysler hafa átt velgengi að fagna frá því Chrysler var bjargað frá gjaldþroti árið 2009. Vöxtur í sölu fyrirtækisins nam 21% á liðnu ári, eitthvað sem fáir aðrir bílaframleiðendur léku eftir. Eitt af undirmerkjum Chrysler, Jeep, gekk fádæma vel og seldi fleiri bíla en nokkurt annað ár, eða 701.626 bíla. Fyrra metið var frá árinu 1999, 675.494 bílar. Mest seldi bíll Jeep í fyrra var Jeep Grand Cherokee, sem talsvert er til af hér á landi af ýmsum árgerðum þó. Hann seldist í 223.196 eintökum og í öðru sæti var Jeep Wrangler með 194.142 eintök seld. Sala Jeep í Kína óx um 107% frá árinu 2011. Búist er við áframhaldandi velgengni Jeep á þessu ári og verða kynntar nýjar bílgerðir sem aukið geta söluna enn.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent