Þriggja sætaraða Volkswagen 13. janúar 2013 18:47 Laglegar línur, en minna nokkuð á Jeep Grand Cherokee Síðasta útspil Volkswagen í áætlunum sínum um að verða stærsti bílaframleiðandi heims er þessi þriggja sætaraða bíll sem stefnt verður á Bandaríkjamarkað. Hann var kynntur í dag á bílasýningunni í Detroit. Stærsti jeppi Volkswagen er nú Touareg og í hann kemst ekki þriðja sætaröðin og úr því skal bætt þar sem margir keppinautar Volkswagen bjóða slíka bíla sem seljast vel vestanhafs. Bílar eins og Ford Explorer og Honda Pilot, sem skarta þriðju sætaröðinni hafa selst eins og heitar lummur undanfarið í Bandaríkjunum. Reyndar á Volkswagen Touran bílinn, sem fá má með þriðju sætaröðinni, en þeir virðast ekki treysta honum í samkeppnina. Sá bíll flokkast sem fjölnotabíll (MPV) og er ólíkur jeppunum sem nýi bíllinn á að keppa við. Nýi bíllinn er hinn laglegasti í útliti, en er ennþá á teikniborðinu. Hann verður líklega smíðaður í verksmiðju Volkswagen í Tennessee. Touareg er frekar dýr bíll en búast má við því að þessi nýi bíll verði af ódýrari gerðinni og keppi við samskonar bíla í verði. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Síðasta útspil Volkswagen í áætlunum sínum um að verða stærsti bílaframleiðandi heims er þessi þriggja sætaraða bíll sem stefnt verður á Bandaríkjamarkað. Hann var kynntur í dag á bílasýningunni í Detroit. Stærsti jeppi Volkswagen er nú Touareg og í hann kemst ekki þriðja sætaröðin og úr því skal bætt þar sem margir keppinautar Volkswagen bjóða slíka bíla sem seljast vel vestanhafs. Bílar eins og Ford Explorer og Honda Pilot, sem skarta þriðju sætaröðinni hafa selst eins og heitar lummur undanfarið í Bandaríkjunum. Reyndar á Volkswagen Touran bílinn, sem fá má með þriðju sætaröðinni, en þeir virðast ekki treysta honum í samkeppnina. Sá bíll flokkast sem fjölnotabíll (MPV) og er ólíkur jeppunum sem nýi bíllinn á að keppa við. Nýi bíllinn er hinn laglegasti í útliti, en er ennþá á teikniborðinu. Hann verður líklega smíðaður í verksmiðju Volkswagen í Tennessee. Touareg er frekar dýr bíll en búast má við því að þessi nýi bíll verði af ódýrari gerðinni og keppi við samskonar bíla í verði.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent