Íslendingur hannar og selur hulstur fyrir iPhone Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. janúar 2013 14:15 Rakel Tómasdóttir er mikill fagurkeri og hefur fengist við listsköpun síðan hún man eftir sér, en hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á bæði hönnun og myndlist. Eftir að Rakel eignaðist iPhone rak hún sig á hversu erfitt það var að finna falleg hulstur utan um hann. Á endanum fann hún síðu á netinu þar sem hægt var að senda inn eigin mynd og fá hana prentaða á hulstur.,,Ég fékk mikið hrós fyrir hulstrið sem ég hafði gert sjálf og það voru margir sem sögðu við mig að ég gæti selt þetta", segir Rakel, en í kjölfarið fann hún hagkvæmustu leiðina til að framleiða hulstrin og selur þau nú á facebooksíðunni Facebook.com/utopiart1. Hulstrin kosta 4500 kr.Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, en vegna eftirspurnar verða hulstrin líka í boði fyrir Samsung síma á á næstu dögum og einnig eru límmiðar fyrir fartölvum með myndum eftir Rakel væntanlegir.Rakel segist sjálf ætla að halda ótrauð áfram í listinni, en hún stefnir á háskólanám í grafískri hönnun eða vöruhönnun þegar hún klárar Verzlunarskólann. ,,Myndlistin er mín aðferð til þess að komast út úr heiminum í smá stund og hugsa ekki um neitt annað sem er að angra mig. Ég teikna fyrir sjálfa mig og ef fólki finnst það sem ég geri flott þá er það bara gaman," segir þessi hæfileikaríka stúlka að lokum.Rakel með eitt af verkum sínum.Facebooksíða Rakelar. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Rakel Tómasdóttir er mikill fagurkeri og hefur fengist við listsköpun síðan hún man eftir sér, en hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á bæði hönnun og myndlist. Eftir að Rakel eignaðist iPhone rak hún sig á hversu erfitt það var að finna falleg hulstur utan um hann. Á endanum fann hún síðu á netinu þar sem hægt var að senda inn eigin mynd og fá hana prentaða á hulstur.,,Ég fékk mikið hrós fyrir hulstrið sem ég hafði gert sjálf og það voru margir sem sögðu við mig að ég gæti selt þetta", segir Rakel, en í kjölfarið fann hún hagkvæmustu leiðina til að framleiða hulstrin og selur þau nú á facebooksíðunni Facebook.com/utopiart1. Hulstrin kosta 4500 kr.Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, en vegna eftirspurnar verða hulstrin líka í boði fyrir Samsung síma á á næstu dögum og einnig eru límmiðar fyrir fartölvum með myndum eftir Rakel væntanlegir.Rakel segist sjálf ætla að halda ótrauð áfram í listinni, en hún stefnir á háskólanám í grafískri hönnun eða vöruhönnun þegar hún klárar Verzlunarskólann. ,,Myndlistin er mín aðferð til þess að komast út úr heiminum í smá stund og hugsa ekki um neitt annað sem er að angra mig. Ég teikna fyrir sjálfa mig og ef fólki finnst það sem ég geri flott þá er það bara gaman," segir þessi hæfileikaríka stúlka að lokum.Rakel með eitt af verkum sínum.Facebooksíða Rakelar.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira