Stofnaði íslenskt tískublogg í Los Angeles Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 16. janúar 2013 11:30 Alexandra Guðmundsdóttir er stúlka frá Keflavík sem hefur haft áhuga á tísku síðan hún man eftir sér. Eftir að hafa langað lengi að stofna eigið tískublogg lét hún verða að því og stofnaði Shades of Style þegar hún fluttist til Los Angeles með kærasta sínum í fyrra. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, en núna er hún í samstarfi með erlendum búðum og fatahönnuðum.Útsýnið úr íbúð Alexöndru í Los Angeles.Hvers vegna ákvaðst þú að stofna tískublogg?Mig hafði alltaf langað til að byrja með mitt eigið blogg. Ég skoða fjölmörg tískublogg daglega, en var alltaf of feimin til að stofna mitt eigið. Einn daginn ýtti pabbi minn mér í það að stofna bloggið og ég sé alls ekki eftir því. Í byrjun vissi ég ekki hvort eitthvað myndi verða úr þessu en svo fór allt á flug.Hér er hún með kærastanum á ströndinni.Þú hefur fengið mjög skemmtileg tækifæri út frá blogginu, segðu okkur aðeins frá þeim.Já, það er einn kosta þess að vera með tískublogg í dag. Ég er í samstarfi með ýmsum erlendum búðum og hönnuðum og hefur það gengið mjög vel og verið mjög gaman. Ég hef t.d. verið að vinna með bandarískri búð sem heitir Lulu's og svo um daginn fékk ég að fara í showroomið hennar Anine Bing sem er danskur fatahönnuður í Los Angeles. Það var alveg einstakt tækifæri sem ég er mjög þakklát fyrir. Svo er ég búin að vera að vinna með íslenskri stelpu sem heitir Ylfa Grönvöld og er fatahönnuður. Hún var að hanna peplum boli fyrir línuna sína, Wanderlust, sem hún sendi mér og ég stílisteraði þá á minn hátt og myndaði í LA. Hún notaði svo myndirnar í auglýsingar og ég birti þær á blogginu mínu.Í topp eftir Ylfu Grönvold.Nú bloggaðir þú frá Los Angeles. Er auðveldara að halda uppi tískubloggi erlendis?Já, mun auðveldara að mínu mati. Ég hafði mikinn tíma til að sinna blogginu og var full af innblæstri. Þar var auðvelt að fara út og taka myndir af outfitti dagsins, en á Íslandi er það frekar erfitt þar sem veðrið er alltaf ófyrirsjáanlegt.Flott í rauðu.Alexandra kveðst ætla að halda ótrauð áfram í að blogga hér heima, en hún stefnir á nám í viðskiptafræði í haust auk þess sem hún getur vel hugsað sér að flytja aftur til Los Angeles síðar meir.Sæt í kjól.Svartur kjóll með belti í miðið og fölbleikur jakki.Shades-of-style.com Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Alexandra Guðmundsdóttir er stúlka frá Keflavík sem hefur haft áhuga á tísku síðan hún man eftir sér. Eftir að hafa langað lengi að stofna eigið tískublogg lét hún verða að því og stofnaði Shades of Style þegar hún fluttist til Los Angeles með kærasta sínum í fyrra. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, en núna er hún í samstarfi með erlendum búðum og fatahönnuðum.Útsýnið úr íbúð Alexöndru í Los Angeles.Hvers vegna ákvaðst þú að stofna tískublogg?Mig hafði alltaf langað til að byrja með mitt eigið blogg. Ég skoða fjölmörg tískublogg daglega, en var alltaf of feimin til að stofna mitt eigið. Einn daginn ýtti pabbi minn mér í það að stofna bloggið og ég sé alls ekki eftir því. Í byrjun vissi ég ekki hvort eitthvað myndi verða úr þessu en svo fór allt á flug.Hér er hún með kærastanum á ströndinni.Þú hefur fengið mjög skemmtileg tækifæri út frá blogginu, segðu okkur aðeins frá þeim.Já, það er einn kosta þess að vera með tískublogg í dag. Ég er í samstarfi með ýmsum erlendum búðum og hönnuðum og hefur það gengið mjög vel og verið mjög gaman. Ég hef t.d. verið að vinna með bandarískri búð sem heitir Lulu's og svo um daginn fékk ég að fara í showroomið hennar Anine Bing sem er danskur fatahönnuður í Los Angeles. Það var alveg einstakt tækifæri sem ég er mjög þakklát fyrir. Svo er ég búin að vera að vinna með íslenskri stelpu sem heitir Ylfa Grönvöld og er fatahönnuður. Hún var að hanna peplum boli fyrir línuna sína, Wanderlust, sem hún sendi mér og ég stílisteraði þá á minn hátt og myndaði í LA. Hún notaði svo myndirnar í auglýsingar og ég birti þær á blogginu mínu.Í topp eftir Ylfu Grönvold.Nú bloggaðir þú frá Los Angeles. Er auðveldara að halda uppi tískubloggi erlendis?Já, mun auðveldara að mínu mati. Ég hafði mikinn tíma til að sinna blogginu og var full af innblæstri. Þar var auðvelt að fara út og taka myndir af outfitti dagsins, en á Íslandi er það frekar erfitt þar sem veðrið er alltaf ófyrirsjáanlegt.Flott í rauðu.Alexandra kveðst ætla að halda ótrauð áfram í að blogga hér heima, en hún stefnir á nám í viðskiptafræði í haust auk þess sem hún getur vel hugsað sér að flytja aftur til Los Angeles síðar meir.Sæt í kjól.Svartur kjóll með belti í miðið og fölbleikur jakki.Shades-of-style.com
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira