Volkswagen og BMW spáð mestum vexti 17. janúar 2013 17:06 Mikið flug er á Volkswagen nú og trú á að það haldi áfram Búist er við að Suzuki, Mazda, Mitsubishi og Subaru tapi hlutdeild. Könnun KMPG sem gerð var meðal hátt settra stjórnenda bílaframleiðslufyrirtækjanna bendir til að Volkswagen og BMW sé líklegust til að auka hlutdeild sína á bílamarkaðnum í heiminum næstu 5 árin. Þetta er fjórtánda árið í röð sem KPMG spyr um 200 stjórnendur í bílafyrirtækjunum að því hvaða fyrirtæki eru líklega til að auka eða tapa hlutdeild á næstu 5 árum. Efst á listanum trónir Volkswagen, en 81% þeirra hafa trú á vexti þess, 3% að hún muni minnka og 16% að hún muni standi í stað. Í öðru sæti er BMW með 70% trú á vexti og 5% trú á minnkun. Er þetta fyrsta skiptið sem BMW nær svo hátt á listanum. Athygli vekur að neðstu fyrirtækin á listanum er japönsku framleiðendurnir Suzuki, Mazda, Mitsubishi og Subaru. Allt aðra sögu er að segja af Toyota, en það er í fjórða sæti og Hyundai/Kia í því fimmta. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent
Búist er við að Suzuki, Mazda, Mitsubishi og Subaru tapi hlutdeild. Könnun KMPG sem gerð var meðal hátt settra stjórnenda bílaframleiðslufyrirtækjanna bendir til að Volkswagen og BMW sé líklegust til að auka hlutdeild sína á bílamarkaðnum í heiminum næstu 5 árin. Þetta er fjórtánda árið í röð sem KPMG spyr um 200 stjórnendur í bílafyrirtækjunum að því hvaða fyrirtæki eru líklega til að auka eða tapa hlutdeild á næstu 5 árum. Efst á listanum trónir Volkswagen, en 81% þeirra hafa trú á vexti þess, 3% að hún muni minnka og 16% að hún muni standi í stað. Í öðru sæti er BMW með 70% trú á vexti og 5% trú á minnkun. Er þetta fyrsta skiptið sem BMW nær svo hátt á listanum. Athygli vekur að neðstu fyrirtækin á listanum er japönsku framleiðendurnir Suzuki, Mazda, Mitsubishi og Subaru. Allt aðra sögu er að segja af Toyota, en það er í fjórða sæti og Hyundai/Kia í því fimmta.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent