Körfubolti

Kobe í byrjunarliði Stjörnuleiksins fimmtánda árið í röð

Kobe Bryant.
Kobe Bryant.
Það er búið að tilkynna byrjunarliðin í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fram fer þann 17. febrúar næstkomandi í Houston.

Kobe Bryant fékk flest atkvæði í kosningu aðdáenda deildarinnar en hann fékk 1.591.437 atkvæði og er í byrjunarliðinu 15. árið í röð. Það er met sem hann deildi áður með Shaquille O'Neal og Jerry West. Bryant á einnig metið yfir flest skoruð stig í Stjörnuleikjum.

LeBron James fékk næstflest atkvæði, Kevin Durant varð í þriðja sæti og Carmelo Anthony fjórði.

Lið Austurdeildar:

Rajon Rondo, Boston

Dwayne Wade, Miami

LeBron James, Miami

Carmelo Anthony, NY Knicks

Kevin Garnett, Boston

Lið Vesturdeildar:

Chris Paul, LA Clippers

Kobe Bryant, LA Lakers

Kevin Durant, Oklahoma

Blake Griffin, LA Clippers

Dwight Howard, LA Lakers

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×