Toyota Crown enn í fullu fjöri 2. janúar 2013 17:00 Hver man ekki eftir Toyota Crown, flaggskipi Toyota, sem seldist vel hér á landi fyrir nokkrum áratugum og entist von úr viti? Þessi bíll hefur ekki verið til sölu hérlendis lengi, en það þýðir ekki að framleiðslu hans hafi verið hætt. Öðru nær, nú er hann kominn á fjórtándu kynslóð og framleiddur í Japan fyrir heimamarkað. Toyota Crown er nokkuð dýr bíll og kostar frá ríflega 5 til 8 milljóna króna eftir útbúnaði. Hann er með 200 til 311 hestafla vélar og er ennfremur í boði sem Hybrid-bíll. Velja má milli átta gíra sjálfskiptingar og 6 gíra beinskiptingar. Í bílnum er stór snertiskjár þar sem stjórna má flestum aðgerðum. Sætin er stöguð leðursæti af bestu gerð og í innréttingunni ber mikið á úrvals viði. Ógnarstórt grillið einkennir bílinn verulega að framan og leit er að annarri eins stærð á grilli. Toyota Crown er ekki dauður úr öllum æðum þó hann sé aðeins í boði í heimalandi sínu. Hann verður seint talinn magnsölubíll ef marka má söluáætlanir Toyota, en þær hljóða uppá 50.000 bíla á ári. Hér fyrir ofan má sjá nýja auglýsingu fyrir bílinn með leikurunum Jean Reno og Takeshi "Beat" Kitomo sem birtist í Japan nú um hátíðarnar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent
Hver man ekki eftir Toyota Crown, flaggskipi Toyota, sem seldist vel hér á landi fyrir nokkrum áratugum og entist von úr viti? Þessi bíll hefur ekki verið til sölu hérlendis lengi, en það þýðir ekki að framleiðslu hans hafi verið hætt. Öðru nær, nú er hann kominn á fjórtándu kynslóð og framleiddur í Japan fyrir heimamarkað. Toyota Crown er nokkuð dýr bíll og kostar frá ríflega 5 til 8 milljóna króna eftir útbúnaði. Hann er með 200 til 311 hestafla vélar og er ennfremur í boði sem Hybrid-bíll. Velja má milli átta gíra sjálfskiptingar og 6 gíra beinskiptingar. Í bílnum er stór snertiskjár þar sem stjórna má flestum aðgerðum. Sætin er stöguð leðursæti af bestu gerð og í innréttingunni ber mikið á úrvals viði. Ógnarstórt grillið einkennir bílinn verulega að framan og leit er að annarri eins stærð á grilli. Toyota Crown er ekki dauður úr öllum æðum þó hann sé aðeins í boði í heimalandi sínu. Hann verður seint talinn magnsölubíll ef marka má söluáætlanir Toyota, en þær hljóða uppá 50.000 bíla á ári. Hér fyrir ofan má sjá nýja auglýsingu fyrir bílinn með leikurunum Jean Reno og Takeshi "Beat" Kitomo sem birtist í Japan nú um hátíðarnar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent