Trúleysingjar í jólafríi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 29. desember 2012 08:00 Það er afskaplega gaman að fylgjast með fótboltanum hér á Spáni en þó er á honum nokkuð hvimleiður ljóður. Þannig er mál með vexti að knattspyrnumönnum hættir til að kasta sér á grúfu hvenær sem andstæðingurinn kemur nærri þeim og grípa svo um hné sér eins og að leggirnir séu að detta af lærunum. Ágerist þetta svo þegar komið er inn í vítateig en þá er stundum eins og menn stígi á jarðsprengju þegar sótt er að þeim. Þessum leikþætti lýkur ekki þarna því menn stökkva upp á nef sér sjái þeir boltann koma nær hönd andstæðingsins en ekki er það þó af einskærri réttlætiskennd því þeir þegja þunnu hljóði ef boltinn fer í hönd þeirra sjálfra. Alla vega hef ég ekki heyrt af neinum leikmanni sem farið hefur til dómarans og sagt: „Heyrðu, hann fór víst í höndina á mér, ætli það sé ekki best að dæma víti á þetta." Þetta hátterni er þó ekki alveg óþekkt í íslensku samfélagi og má þar nefna samskipti stjórnar og stjórnarandstöðu þar sem menn gera mikið úr aðförunum að sér en yfirsést svo eigin svívirðingar. Svo sýnist mér að sókndjarfir trúleysingjar hafi gaman af því að skemmta skrattanum með svona leikfléttum sem minna á suðræna knattspyrnukappa. Til dæmis ef guðsmaður sést nærri skóla rjúka sumir þeirra upp á nef sér og hrópa „rangstaða!". Hringt er í Reyni Trausta og látum ekki linnt fyrr en aðstoðardómarar veifa flaggi. Svo heyrði ég af kröfu um að leikskólabekkur sem ætlaði í kirkjuferð yrði kyrrsettur þar sem trúlaust foreldri vildi hvorki að barn sitt færi til kirkju né yrði skilið eftir. Bara allir í leikbann takk. Allt er þetta gott og blessað í baráttunni en svo þegar eitthvað má græða á þessari kristilegu trúvillu þá þegja menn þunnu hljóði. Til dæmis þegar flautað er til leikhlés, allir sendir í frí að fagna fæðingu frelsarans. Það slær enginn hendinni á móti fríi í boði frelsarans. Það myndi þó líklegast heyrast hljóð í horni ef jólin byggðust á því að færa honum fórnir í formi meiri vinnu. Þetta er svo sem bara skynsamlegt hjá trúleysingjum að taka sér jólafrí frá baráttu sinni. Ég vil óska þeim sem og trúuðum heilla á árinu sem er að koma og hverjum og einum frelsis til að trúa því sem honum sýnist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Það er afskaplega gaman að fylgjast með fótboltanum hér á Spáni en þó er á honum nokkuð hvimleiður ljóður. Þannig er mál með vexti að knattspyrnumönnum hættir til að kasta sér á grúfu hvenær sem andstæðingurinn kemur nærri þeim og grípa svo um hné sér eins og að leggirnir séu að detta af lærunum. Ágerist þetta svo þegar komið er inn í vítateig en þá er stundum eins og menn stígi á jarðsprengju þegar sótt er að þeim. Þessum leikþætti lýkur ekki þarna því menn stökkva upp á nef sér sjái þeir boltann koma nær hönd andstæðingsins en ekki er það þó af einskærri réttlætiskennd því þeir þegja þunnu hljóði ef boltinn fer í hönd þeirra sjálfra. Alla vega hef ég ekki heyrt af neinum leikmanni sem farið hefur til dómarans og sagt: „Heyrðu, hann fór víst í höndina á mér, ætli það sé ekki best að dæma víti á þetta." Þetta hátterni er þó ekki alveg óþekkt í íslensku samfélagi og má þar nefna samskipti stjórnar og stjórnarandstöðu þar sem menn gera mikið úr aðförunum að sér en yfirsést svo eigin svívirðingar. Svo sýnist mér að sókndjarfir trúleysingjar hafi gaman af því að skemmta skrattanum með svona leikfléttum sem minna á suðræna knattspyrnukappa. Til dæmis ef guðsmaður sést nærri skóla rjúka sumir þeirra upp á nef sér og hrópa „rangstaða!". Hringt er í Reyni Trausta og látum ekki linnt fyrr en aðstoðardómarar veifa flaggi. Svo heyrði ég af kröfu um að leikskólabekkur sem ætlaði í kirkjuferð yrði kyrrsettur þar sem trúlaust foreldri vildi hvorki að barn sitt færi til kirkju né yrði skilið eftir. Bara allir í leikbann takk. Allt er þetta gott og blessað í baráttunni en svo þegar eitthvað má græða á þessari kristilegu trúvillu þá þegja menn þunnu hljóði. Til dæmis þegar flautað er til leikhlés, allir sendir í frí að fagna fæðingu frelsarans. Það slær enginn hendinni á móti fríi í boði frelsarans. Það myndi þó líklegast heyrast hljóð í horni ef jólin byggðust á því að færa honum fórnir í formi meiri vinnu. Þetta er svo sem bara skynsamlegt hjá trúleysingjum að taka sér jólafrí frá baráttu sinni. Ég vil óska þeim sem og trúuðum heilla á árinu sem er að koma og hverjum og einum frelsis til að trúa því sem honum sýnist.