Tískuáhuginn er áunninn sjúkdómur 29. desember 2012 08:00 Guðmundur Jörundsson fatahönnuður og Svala Björgvinsdóttir söngkona voru valin best klædda fólk ársins sem er að líða. fréttablaðið/valli Guðmundur Jörundsson fatahönnuður og Svala Björgvinsdóttir söngkona voru kosin best klædda fólk landsins árið 2012. Guðmundur hefur gert það gott undanfarið með herrafatalínum sínum, en hann hannar bæði fyrir Kormák & Skjöld og eigin línu, G Jör. Svala er búsett í Los Angeles, þar sem hún sinnir tónlistinni af fullum móð ásamt hljómsveitinni Steed Lord. Er góður stíll meðfæddur eða lærður? Svala: Ég held að hann sé bæði meðfæddur og lærður. Annaðhvort hefur maður áhuga eða ekki. Ég hef haft áhuga á tísku alveg frá því ég var lítil og svo eftir því sem maður verður eldri áttar maður sig betur á því hvað fer manni vel og það hefur áhrif líka. Guðmundur: Ég mundi kalla þetta áunninn sjúkdóm. Ég pældi ekki mikið í tísku fyrr en ég var komin á menntaskólaaldur. Þetta byrjaði líklega sem áhugi á hinu sjónræna og þróaðist út í þetta. Ef þið ættuð að nefna þann sem ykkur þykir best klæddur, hver væri það? Svala: Catherine Baba! Hún er ástralskur stílisti, búsett í París. Hún er guðdómleg, finnst mér. Guðmundur: Ég segi Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir. Svala: Hún er mjög flott. Guðmundur: Hún verður rosalega glöð með þetta. Hvaða flík heillar ykkur mest? Hvað endið þið oftast á að kaupa? Svala: Peysur. Ég er rosalega hrifin af öllu úr garni og enda alltaf á því að kaupa mér peysur. Núna bý ég samt í Los Angeles þar sem er alltaf gott veður og get því aldrei verið í þeim. En já, ég elska peysur og því litríkari sem þær eru, því betra. Guðmundur: Ætli ég kaupi ekki mest af skyrtum, jökkum og svo hálstaui. Guðmundur, eru karlmenn farnir að sýna tísku meiri áhuga en áður? Guðmundur: Já, það held ég. Svala: Eru strákar ekki líka meira að pæla í því að líta vel út? Ég meina, þá langar að líta vel út? Guðmundur: Það er ný kynslóð af körlum að stíga fram núna. Maður hefur fengið það á tilfinninguna að „flíspeysukörlunum" þyki hallærislegt að pæla í tísku og vilji bara pæla í bílum. Það er eitthvað að breytast núna. Svala, er mikill munur á tískunni í Los Angeles og hér á Íslandi? Svala: Bara af því að veðrið er öðruvísi. Fólk úti klæðir sig auðvitað í litríkari og léttari föt en Íslendingar því það er sól þar allan ársins hring. En mér finnst fólk á Íslandi miklu smartara. Auðvitað er til smart fólk úti, og þá meina ég fólk sem mér persónulega þykir smart, en meirihlutinn klæðist of stuttum kjólum og er með of stór brjóst. Mér finnst ég sjá meira af „unique" fólki hér, fólk sem tjáir sig með fötum. Hvað að ykkar mati er algjört „fashion faux pas"? Svala: Ég verð að segja kameltá. Kona með kameltá er eitthvað svo hlægilegt og slæmt á sama tíma. En þú, Guðmundur? Guðmundur: Þetta rokkar svo mikið. Svala: Nákvæmlega. Þetta er erfið spurning. Guðmundur: Maður gæti nefnt Crocs-skó, en svo gæti vel verið að ég verði kominn í þá eftir nokkur ár og þótt þeir frábærir. Svala: Crocs-skór eru reyndar rosalega slæmir. En svo gæti vel verið að Crocs-skór verði orðnir „vintage" eftir fimmtán ár og þyki þá mjög kúl. Guðmundur: Hvað ætli það sé langt síðan einhver svaraði þessu og nefndi útvíðar buxur? Svala: Nákvæmlega. Nú er ég komin í útvíðar „tie dye" buxur sem ég hefði ekki gert fyrir tíu árum síðan. Hvaða stórstjarna þykir ykkur með eindæmum ósmekkleg? Svala: Mariah Carey. Hún er alltaf í kjólum sem eru fjórum númerum of litlir. Það er hræðilegt. Guðmundur: Þetta er erfitt. Mig langar að nefna karlmann en dettur ekkert í hug. Hverjum úr tískuheiminum, lífs eða liðnum, mynduð þið vilja setjast niður með og ræða málin við? Um hvað mynduð þið tala? Guðmundur: Ég mundi setjast niður með Alexander McQueen og ræða um herrafatnað við hann. Hann er uppáhaldshönnuðurinn minn. Svala: Ég mundi segja Halston, hann er einn af mínum uppáhaldshönnuðum, en er löngu látinn. Hann tók efni og gerði einstaka kjóla með bara einum saum og ég væri til í að tala við hann um „tricks of the trade" og heyra allar sögurnar frá Studio 54 og diskótímabilinu. Hvernig sjáið þið ykkur fyrir ykkur sem gamalt fólk? Ætlið þið að halda í sama stílinn? Svala: Ég ætla alveg að vera með síða, ljósa hárið og í hælum áfram. Ég ætla að halda áfram að vera frumleg í klæðaburði alveg þar til ég dey. Ég á ömmu sem er svoleiðis og hún er svakalega flott. Ég tek hana mér til fyrirmyndar. Ég er alltaf að gefa henni föt úr Spútnik og hún er alveg ótrúlega kúl. Guðmundur: Ég ætla bara að vera í einhverjum massífum Karl Lagerfeld-fíling með tagl, Diet Coke-þjón og sólgleraugu. Og bara tala frönsku. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Guðmundur Jörundsson fatahönnuður og Svala Björgvinsdóttir söngkona voru kosin best klædda fólk landsins árið 2012. Guðmundur hefur gert það gott undanfarið með herrafatalínum sínum, en hann hannar bæði fyrir Kormák & Skjöld og eigin línu, G Jör. Svala er búsett í Los Angeles, þar sem hún sinnir tónlistinni af fullum móð ásamt hljómsveitinni Steed Lord. Er góður stíll meðfæddur eða lærður? Svala: Ég held að hann sé bæði meðfæddur og lærður. Annaðhvort hefur maður áhuga eða ekki. Ég hef haft áhuga á tísku alveg frá því ég var lítil og svo eftir því sem maður verður eldri áttar maður sig betur á því hvað fer manni vel og það hefur áhrif líka. Guðmundur: Ég mundi kalla þetta áunninn sjúkdóm. Ég pældi ekki mikið í tísku fyrr en ég var komin á menntaskólaaldur. Þetta byrjaði líklega sem áhugi á hinu sjónræna og þróaðist út í þetta. Ef þið ættuð að nefna þann sem ykkur þykir best klæddur, hver væri það? Svala: Catherine Baba! Hún er ástralskur stílisti, búsett í París. Hún er guðdómleg, finnst mér. Guðmundur: Ég segi Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir. Svala: Hún er mjög flott. Guðmundur: Hún verður rosalega glöð með þetta. Hvaða flík heillar ykkur mest? Hvað endið þið oftast á að kaupa? Svala: Peysur. Ég er rosalega hrifin af öllu úr garni og enda alltaf á því að kaupa mér peysur. Núna bý ég samt í Los Angeles þar sem er alltaf gott veður og get því aldrei verið í þeim. En já, ég elska peysur og því litríkari sem þær eru, því betra. Guðmundur: Ætli ég kaupi ekki mest af skyrtum, jökkum og svo hálstaui. Guðmundur, eru karlmenn farnir að sýna tísku meiri áhuga en áður? Guðmundur: Já, það held ég. Svala: Eru strákar ekki líka meira að pæla í því að líta vel út? Ég meina, þá langar að líta vel út? Guðmundur: Það er ný kynslóð af körlum að stíga fram núna. Maður hefur fengið það á tilfinninguna að „flíspeysukörlunum" þyki hallærislegt að pæla í tísku og vilji bara pæla í bílum. Það er eitthvað að breytast núna. Svala, er mikill munur á tískunni í Los Angeles og hér á Íslandi? Svala: Bara af því að veðrið er öðruvísi. Fólk úti klæðir sig auðvitað í litríkari og léttari föt en Íslendingar því það er sól þar allan ársins hring. En mér finnst fólk á Íslandi miklu smartara. Auðvitað er til smart fólk úti, og þá meina ég fólk sem mér persónulega þykir smart, en meirihlutinn klæðist of stuttum kjólum og er með of stór brjóst. Mér finnst ég sjá meira af „unique" fólki hér, fólk sem tjáir sig með fötum. Hvað að ykkar mati er algjört „fashion faux pas"? Svala: Ég verð að segja kameltá. Kona með kameltá er eitthvað svo hlægilegt og slæmt á sama tíma. En þú, Guðmundur? Guðmundur: Þetta rokkar svo mikið. Svala: Nákvæmlega. Þetta er erfið spurning. Guðmundur: Maður gæti nefnt Crocs-skó, en svo gæti vel verið að ég verði kominn í þá eftir nokkur ár og þótt þeir frábærir. Svala: Crocs-skór eru reyndar rosalega slæmir. En svo gæti vel verið að Crocs-skór verði orðnir „vintage" eftir fimmtán ár og þyki þá mjög kúl. Guðmundur: Hvað ætli það sé langt síðan einhver svaraði þessu og nefndi útvíðar buxur? Svala: Nákvæmlega. Nú er ég komin í útvíðar „tie dye" buxur sem ég hefði ekki gert fyrir tíu árum síðan. Hvaða stórstjarna þykir ykkur með eindæmum ósmekkleg? Svala: Mariah Carey. Hún er alltaf í kjólum sem eru fjórum númerum of litlir. Það er hræðilegt. Guðmundur: Þetta er erfitt. Mig langar að nefna karlmann en dettur ekkert í hug. Hverjum úr tískuheiminum, lífs eða liðnum, mynduð þið vilja setjast niður með og ræða málin við? Um hvað mynduð þið tala? Guðmundur: Ég mundi setjast niður með Alexander McQueen og ræða um herrafatnað við hann. Hann er uppáhaldshönnuðurinn minn. Svala: Ég mundi segja Halston, hann er einn af mínum uppáhaldshönnuðum, en er löngu látinn. Hann tók efni og gerði einstaka kjóla með bara einum saum og ég væri til í að tala við hann um „tricks of the trade" og heyra allar sögurnar frá Studio 54 og diskótímabilinu. Hvernig sjáið þið ykkur fyrir ykkur sem gamalt fólk? Ætlið þið að halda í sama stílinn? Svala: Ég ætla alveg að vera með síða, ljósa hárið og í hælum áfram. Ég ætla að halda áfram að vera frumleg í klæðaburði alveg þar til ég dey. Ég á ömmu sem er svoleiðis og hún er svakalega flott. Ég tek hana mér til fyrirmyndar. Ég er alltaf að gefa henni föt úr Spútnik og hún er alveg ótrúlega kúl. Guðmundur: Ég ætla bara að vera í einhverjum massífum Karl Lagerfeld-fíling með tagl, Diet Coke-þjón og sólgleraugu. Og bara tala frönsku.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira