Elektró-indí frá Árborg Björn Teitsson skrifar 28. desember 2012 08:00 Blackout með Retrobot. Tónlist. Retrobot. Blackout. Eigin útgáfa Retrobot er selfysskur kvartett ungra pilta sem vöktu talsverða athygli á árinu þegar þeir sigruðu Músíktilraunir. Þrátt fyrir að rekja uppruna sinn til Selfoss spilar Retrobot ekki sveitaballatónlist í neinum hefðbundnum skilningi – þótt sveitin hafi reyndar spilað á 800 Bar. Skömmu síðar brann 800 Bar. Hvort það hafi eitthvað haft með tónleika Retrobot að gera skal ósagt látið. Í öllu falli spilar hljómsveitin elektró-skotið indí-popp, kannski ekki ósvipað því sem vinsælar hljómsveitir á borð við Cut Copy og Chromatics hafa spilað með góðum árangri. Blackout er fyrsta plata sveitarinnar en hér er um sex laga stuttskífu (EP) að ræða. Á plötunni er unnið mikið með nostalgíu frá níunda áratugnum og sækadelískum gítartónum. Sums staðar má jafnvel greina hiphop-áhrif úr Outkast-átt (Electric Wizard) og á lokalaginu, "Blackout," er engu líkara en Tony Hadley úr Spandau Ballet sé á bak við míkrafóninn. Allt þetta er mjög jákvætt fyrir þessa pilta, þó ekki nema bara til að auka á fjölbreytni tónlistarlífs við Ölfusá. Eins og áður segir er hljómsveitin ung að árum, meðlimirnir rétt að klára stúdentspróf. Þeir virðast hafa góð tök á því sem þeir eru að gera sé miðað við þessa stuttskífu og það verður spennandi að sjá hvernig Retrobot á eftir að standa sig þegar kemur að breiðskífuútgáfu. Hún hefur að minnsta kosti burði til að brenna þakið af húsinu, svo mikið er víst. Niðurstaða: Fínasta frumraun hjá nýjustu útflutningsafurð Árborgar. Blackout "…það verður spennandi að sjá hvernig Retrobot á eftir að standa sig þegar kemur að breiðskífuútgáfu.“ Mynd/Árný Fjóla Ásmundsdóttir Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. Retrobot. Blackout. Eigin útgáfa Retrobot er selfysskur kvartett ungra pilta sem vöktu talsverða athygli á árinu þegar þeir sigruðu Músíktilraunir. Þrátt fyrir að rekja uppruna sinn til Selfoss spilar Retrobot ekki sveitaballatónlist í neinum hefðbundnum skilningi – þótt sveitin hafi reyndar spilað á 800 Bar. Skömmu síðar brann 800 Bar. Hvort það hafi eitthvað haft með tónleika Retrobot að gera skal ósagt látið. Í öllu falli spilar hljómsveitin elektró-skotið indí-popp, kannski ekki ósvipað því sem vinsælar hljómsveitir á borð við Cut Copy og Chromatics hafa spilað með góðum árangri. Blackout er fyrsta plata sveitarinnar en hér er um sex laga stuttskífu (EP) að ræða. Á plötunni er unnið mikið með nostalgíu frá níunda áratugnum og sækadelískum gítartónum. Sums staðar má jafnvel greina hiphop-áhrif úr Outkast-átt (Electric Wizard) og á lokalaginu, "Blackout," er engu líkara en Tony Hadley úr Spandau Ballet sé á bak við míkrafóninn. Allt þetta er mjög jákvætt fyrir þessa pilta, þó ekki nema bara til að auka á fjölbreytni tónlistarlífs við Ölfusá. Eins og áður segir er hljómsveitin ung að árum, meðlimirnir rétt að klára stúdentspróf. Þeir virðast hafa góð tök á því sem þeir eru að gera sé miðað við þessa stuttskífu og það verður spennandi að sjá hvernig Retrobot á eftir að standa sig þegar kemur að breiðskífuútgáfu. Hún hefur að minnsta kosti burði til að brenna þakið af húsinu, svo mikið er víst. Niðurstaða: Fínasta frumraun hjá nýjustu útflutningsafurð Árborgar. Blackout "…það verður spennandi að sjá hvernig Retrobot á eftir að standa sig þegar kemur að breiðskífuútgáfu.“ Mynd/Árný Fjóla Ásmundsdóttir
Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira