Lífið

Síðasta kvöldmáltíðin

haukur@frettabladid.is skrifar
Þormóður Dagsson
Þormóður Dagsson fréttablaðið/stefán
21. desember er síðasti dagurinn í dagatali Maya-indíánanna, og hefur því lengi verið haldið fram að þeir hafi vitað af heimsendi þennan dag, og því ekki haft dagatalið lengra.

Heimsendaspámennirnir eru ekki sammála um hvernig endalokin muni bera að garði. Sumir tala um pólskipti jarðar, aðrir um furðulega stöðu himintunglanna með gríðarlegan eyðileggingarmátt.

Vísindamenn segja almenning hins vegar ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af heimsendi á næstunni, en það skemmir varla að gera vel við sig í mat og drykk í kvöld, ef ske kynni að á morgun færi allt í klessu.

Viðmælendur Fréttablaðsins voru þó allir frekar rólegir, og voru ekki lengi að ákveða síðustu kvöldmáltíð sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×